Barnaskólinn - Tígull

Skólinn hefst á ný á morgun með sama hætti og var áður en farið var í fjarkennslu

14.04.2020 kl 11:30

Á morgun miðvikudag hefst skóli á ný, skólahald verður með sama hætti og var áður en við fórum í fjarkennslu.

Ljóst er að starfsemi og þjónusta skólans verður með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi, eða til 4. maí. Hvað tekur við eftir það, er enn óljóst.

Allt skipulag skólahalds miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann.

  • Nemendur munu vera 4 kennslustundir á dag í skólanum, 3 klukkutíma. Nemendur verða aðeins í sínum bekk og munu mæta á misjöfnum tíma í skólann. Umsjónarkennari sér um alla kennslu og öll önnur kennsla fellur niður, sem og íþróttir, lotutímar, valáfangar o.fl. 
  • Umsjónarkennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og senda frekari upplýsingar til foreldra. Heimanám gæti aukist og þá sérstaklega á unglingastigi, þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með á Mentor. 

Hér má sjá hvenær hver árgangur mætir og lýkur skóla.

TímiHópurInn/útgangur
09:00-12:00 1. bekkurvestur inngangur
08:30-11:30 2. bekkurvestur inngangur
08:20-11:203. bekkurniðri inngangur
08:40-11.404. bekkurniðri inngangur
08:20-11:205. bekkurmiðstigs inngangur
08:30-11:306. bekkur miðstigs inngangur 
08:20-11:207. bekkur norður inngangur
11:00-13:558.bekkursuður inngangur
11:10-14:059. bekkurnorður inngangur
11:20-14:1510. bekkursuður inngangur

Það er mjög mikilvægt að virða tímasetningar og nemendur eiga að mæta á þeim tíma sem þeirra árgangur mætir, hvorki fyrr né seinna. 

  • Enginn hafragrautur, ávextir eða hádegismatur verður í boði. Nemendur mæta með nesti sem þeir borða í sínum umsjónarstofum. Matarkostnaður verður felldur niður þessa daga.
  • Engir utanaðkomandi gestir mega koma inn í skólann, sem þýðir að foreldrar mega ekki koma inn í skólann og bendum við ykkur á að hafa samband við kennara eða stjórnendur í gegnum síma eða tölvupóst.
  • Athugið að ef það kemur til mikilla forfalla kennara í skólanum, gæti þurft að senda einstaka bekki/árganga heim.
  • Einnig ef það kemur til hegðunarvandkvæða sem ekki tekst að leysa í kennslustofu, verður hringt heim og foreldrar beðnir um að sækja nemandann. 
  • Það er mikilvægt að halda áfram að fara eftir tilmælum landlæknis. Nemendur með undirliggjandi sjúkdóma og flensueinkenni ættu að halda sig heima og fylgja áætlunum á Mentor. 

Athugið þetta eru skóladagar í apríl:

15.- 17. apríl

20. -22. apríl ( sumardagurinn fyrsti er 23. apríl og starfsdagur 24. apríl).

27. -30. apríl ( á skóladagatali, er 27. apríl starfsdagur, en það er skóli þann dag ).

Bestu kveðjur

Anna Rós Hallgrímsdóttir

Skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is