Fimmtudagur 26. janúar 2023

Skólinn er fyrst og fremst fólkið sem í honum er

Kennsla í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hófst 5. janúar og er starfið komið á full. Í skólanum stunda 200 nemendur nám á níu brautum og í skólanum er verið að kenna rúmlega 70 ólíka áfanga. 

 Í skólanum er áherslan á vinnu nemenda. Nám er vinna og gert er ráð fyrir að nemendur í fullu námi skili fullri vinnuviku. Það er vinna nemenda sem er metin og það nægir ekki fyrir nemendur að vita heldur þurfa þeir einnig að geta. Námsmat er með öðrum hætti en tíðkaðist lengi vel og þá breyttist einnig námsmatstíminn.  Í staðinn fyrir að hafa langa prófatörn í lok annar er námsmatstímanum skipt niður og þurfa nemendur að vinna jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur fá einnig oftar mat á hvernig námið er að ganga.

Nemendafélagið er mjög öflugt, en þátttaka í viðburðum er misjöfn og auðvitað viljum við að sem flestir taki þátt. Á vorönninni  verður ekkert slegið af. Nemendafélagið skipulagði fyrsta viðburð annarinnar í síðustu viku, því mál málanna núna er handbolti. Auðvitað komu nemendur og starfsmenn skólans saman á sal skólans til að horfa á  fyrsta leik Íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. Allir fylgdust spenntir með og ekki var leiðinlegt að sjá fyrrum nemendur skólans spila frábærlega með liðinu.

Skólinn er fyrst og fremst fólkið sem í honum er, samfélag nemenda, starfsmanna og forráðamanna. Samfélag sem kappkostar að innan þess fari fram uppbyggileg, lærdómsrík og gefandi samskipti þar sem haft er að leiðarljósi að nemendur fái að njóta sinna hæfileika og þroska þá áfram. Virkja sköpunargáfuna og kynnast nýjum hlutum og bæta við þekkingu á degi hverjum. Til þess að svo megi verða er grundvallaratriði að við störfum saman sem ein heild sem og við gerum. Við viljum öll eiga góðan skóla og við þurfum öll að hjálpast að. Okkur kemur við hvað fram fer í skólanum og látum okkur málefni skólans okkar varða. Því er mikilvægt að láta vita um það sem vel gert og það sem betur mætti fara. Þannig styrkjum við það sem vel er gert og getum bætt það sem miður hefur farið, með það að leiðarljósi að allt sem skólinn stendur fyrir gagnist nemendum hans sem best.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is