Áætlað er að hefja kennslu þann 15. apríl skv. því fyrirkomulagi sem var á skólahaldi áður en til fjarkennslunnar kom og er ákvörðunin er tekin í samráði við umdæmislækni sóttvarna.
Starfsdagur verður þriðjudaginn 14. apríl og nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar út þann dag.
Við þökkum starfsfólki, nemendum og foreldrum GRV fyrir gott samstarf, jákvæðni og þolinmæði síðustu vikurnar. Njótið samverunnar heimafyrir og hafið það sem allra best um páskahátíðina.
Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri