Það er enn snarvitlaust veður og hefur Grunnskóli Vestmannaeyja ákveðið í samráði við lögregluna að hefja ekki skólahald fyrr en kl 10 í dag en þá á veðrið að hafa gengið niður.
Hér er tilkynningin frá GRV:
Góðan dag. Það er enn bálhvasst og eftir samtal við lögregluna höfum við ákveðið að skólahald hefjist ekki fyrr en kl. 10 í dag. En þá á veðrið að hafa gengið niður. Skólinn er að sjálfsögðu opinn frá 7:40 en eðlilegt skólahald hefst ekki fyrr en kl.10. Minnum á reglur skólans um veður og ófærði.
Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til. Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, þ.e. hvort ástæða sé til að leggja skólahald niður, er það þá gert í samráði við lögreglu, ef staðan er metin þannig að ekki sé óhætt að vera á ferli.
Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, er það alltaf foreldra að meta hvort þeir telji rétt að senda börn sín af stað í skólann og ber þá að tilkynna forföll til ritara/umsjónarkenna strax að morgni. Alltaf er starfsfólk til staðar í skólanum til að taka á móti þeim sem komast. Í hvert skipti verður metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf