Miðvikudagur 27. september 2023

Skólahald frá og með 3. nóvember í Vestmannaeyjum

02.11.2020

Í ljósi nýrra reglna um takmarkanir á skólahaldi þarf að gera ýmsar breytingar á skipulagi hjá GRV.

 

Minnsta breytingin verður í Hamarsskóla

Fjöldatakmarkanir hjá nemendum miðast við 50 og ekki er grímuskylda meðal nemanda í 1. – 4. bekk.

Skóladagur nemenda í Hamarsskóla verður með eðlilegum hætti, fyrir utan það að íþróttahúsið er lokað, sem þýðir að nemendur fara ekki í íþróttir og sund. En þeim tímum verður sinnt í skólanum.

Skólamatur er í boði áfram.

Í Barnaskólanum á mið- og unglingastigi miða fjöldatakmarkanir við 25 nemendur í hverju rými og þar er 2m reglan við gildi og grímuskylda þar sem það næst ekki.

Á miðstigi kallar þetta á breytt skipulag og skóladagur nemenda í 5. -7. bekk verður frá kl. 8:20-13:00.

Þeir verða í öllum tímum í sama hópi, öllum árgöngum verður skipt upp í 4 hópa.

Það verður ekki hádegismatur, lotutímar verða í þessum hópum, með öðrum hætti en vanalega og íþróttatímar verða nýttir í skólanum.

Nemendur á miðstigi þurfa að nota grímur á sameiginlegum svæðum, sem þýðir að þeir þurfa að vera með grímu þegar þeir koma í skólann og fara úr honum. Nemendur á miðstigi þurfa ekki að vera með grímur í kennslustund.

Ekki er hægt að bjóða uppá skólamat vegna takmarkanna.

Á unglingastigi næst ekki að skipta nemendum í minni hópa og þurfa nemendur í 8. -10. bekk að mæta með grímur í skólann og nota þær í kennslustundum.

Við ætlum að sjá hvernig það mun ganga og gerum breytingar ef þess þarf. 9. bekknum hefur verið skipt í þrjá hópa.

Skóladagur nemenda í 8. bekk verður frá 8:20-12:40 alla daga nema föstududaga frá 8:20-11:20.

Skóladagur nemenda í 9. og 10. bekk verður frá 8:20-12:40 alla daga nema fimmtudaga frá 8:20-11:20. Allt val fellur niður í 8.-10. bekk auk íþróttatíma í 9. og 10. bekk.

Ekki er hægt að bjóða uppá skólamat vegna takmarkanna.

Allir nemendur eiga að mæta beint inn í sína skólastofu, ekki safnast saman á opnu svæðum, nemendur mæta með grímur en skólinn mun vera með grímur fyrir þá sem vantar. Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á graut í morgunsárið..

Gildir þetta fyrirkomulag meðan hertar takmarkanir eru í gildi um skólahald.

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is