01.11.2020
Stjórnvöld hafa tilkynnt um hertari reglur og takmarkanir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og ná þær til leik- og grunnskólastarfs. Reglugerð um hertara skólastarf er væntanleg í kvöld. Til að veita starfsfólki skólanna svigrúm til að skipuleggja skólastarf í samræmi við þá reglugerð sem væntanleg er verður skólahald með eftirfarandi hætti mánudaginn 2. nóvember:
Skipulagsdagur verður í Grunnskóla Vestmannaeyja og því fellur hefðbundin kennsla niður og Víkin 5 ára deild mun opna kl. 10:00.
Heilsdagsvistun verður í boði í frístundaveri, hafið samband á: fristund@vestmannaeyjar.is
Nánari upplýsingar um framhaldið og skólahald, verða birtar á morgun mánudag.
Með kveðju
Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri GRV.