Skóladagaskipulag fyrir flotta framhaldskólakrakka í samkomubanni

Tímasetningar aðlagist að stundaskrá hvers og eins þegar það á við

7:45-8:15  Vakna, dúndra sér í hressandi sturtu og fara í þægilegustu fötin sem eru hrein. Græja morgunmat.

8:15-10:10 Skrá sig inn á Innu og tölvupóst. Fara yfir skilaboð dagsins frá kennurum og gera það sem þarf að gera samkvæmt stundaskrá þegar það á við. Muna að standa reglulega upp og teygja sig. 

10:10–10:30  Frímínútur. Standa upp. Búa um rúmið, henda óhreinu fötunum í þvottakörfuna, spyrja aðra heimilismeðlimi hvort þau vanti aðstoð við heimilisstörfin. (Heimilisstörf eru vanmetin líkamsrækt!) 

10:30–11:30  Geyma símann í öðru herbergi. Heimavinna. Lesa greinar og annað efni frá kennurum. Tékka hvort öll verkefni sem þarf að skila séu ekki á réttu róli. Vinna verkefni. 

11:30–12:30  Hádegismatur. Kveikja á Rás 1 í útvarpinu (eykur orðaforðann á meðan þú borðar!) 

12:30–13:30   Fara út í göngutúr (viðra dýr, yngri systkini eða njótið þagnarinnar). Horfið til himins og gáið hvort ekki sé farið að örla á vorinu. 

13:30–14:00  Rennið yfir ný skilaboð frá kennurum. Klára verkefni dagsins (nema auðvitað ef þið eigið að hitta kennara á netinu samkvæmt stundatöflu). Athuga hvað er framundan á morgun.

14:00–16:00 Ef ekkert er á stundaskrá er þetta tilvalinn tími til að skreppa í sund (ef það er opið), finna gott jógavídeó á youtube ef veðrið er vont eða baka brauð.

16:00–16:30 Drekkó. Ristað brauð og kókómalt er klassík. Breytist eftir smekk. 

16:30–18:00 Frjáls tími. Hvernig væri að æfa sig í að teikna, skrifa dagbók, hanna nýtt app eða semja næsta Júróvisjónsmell?

18:00–20:00  Hvað er í matinn? 

20:00–23:00 Almennt chill og snemma að sofa af því að það er ekki frí fyrr en um páskana!

Þessi heillarráð eru frá skólameistara MK

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is