Tímasetningar aðlagist að stundaskrá hvers og eins þegar það á við
7:45-8:15 Vakna, dúndra sér í hressandi sturtu og fara í þægilegustu fötin sem eru hrein. Græja morgunmat.
8:15-10:10 Skrá sig inn á Innu og tölvupóst. Fara yfir skilaboð dagsins frá kennurum og gera það sem þarf að gera samkvæmt stundaskrá þegar það á við. Muna að standa reglulega upp og teygja sig.
10:10–10:30 Frímínútur. Standa upp. Búa um rúmið, henda óhreinu fötunum í þvottakörfuna, spyrja aðra heimilismeðlimi hvort þau vanti aðstoð við heimilisstörfin. (Heimilisstörf eru vanmetin líkamsrækt!)
10:30–11:30 Geyma símann í öðru herbergi. Heimavinna. Lesa greinar og annað efni frá kennurum. Tékka hvort öll verkefni sem þarf að skila séu ekki á réttu róli. Vinna verkefni.
11:30–12:30 Hádegismatur. Kveikja á Rás 1 í útvarpinu (eykur orðaforðann á meðan þú borðar!)
12:30–13:30 Fara út í göngutúr (viðra dýr, yngri systkini eða njótið þagnarinnar). Horfið til himins og gáið hvort ekki sé farið að örla á vorinu.
13:30–14:00 Rennið yfir ný skilaboð frá kennurum. Klára verkefni dagsins (nema auðvitað ef þið eigið að hitta kennara á netinu samkvæmt stundatöflu). Athuga hvað er framundan á morgun.
14:00–16:00 Ef ekkert er á stundaskrá er þetta tilvalinn tími til að skreppa í sund (ef það er opið), finna gott jógavídeó á youtube ef veðrið er vont eða baka brauð.
16:00–16:30 Drekkó. Ristað brauð og kókómalt er klassík. Breytist eftir smekk.
16:30–18:00 Frjáls tími. Hvernig væri að æfa sig í að teikna, skrifa dagbók, hanna nýtt app eða semja næsta Júróvisjónsmell?
18:00–20:00 Hvað er í matinn?
20:00–23:00 Almennt chill og snemma að sofa af því að það er ekki frí fyrr en um páskana!
Þessi heillarráð eru frá skólameistara MK