Miðvikudagur 24. apríl 2024

Skipalyftan 40 ára í dag – til hamingju með afmælið

Skipalyftan var stofnuð 14. nóvember 1981 af vélsmiðjunum Magna, Völundi og raftækjaverkstæðinu Geisla og hefur frá upphafi verið ein af stoðum í atvinnulífi Vestmannaeyja

Árið 1982 flutti félagið í núverandi húsnæði við hlið skipalyftunnar og var hægt að taka upp flest skip í eyjaflotanum. 

Var þetta mikið hagræði fyrir útgerðamenn að þurfa ekki að leita annað með breytingar og almennt viðhald. Meðal verkefna voru lengingar á skipum, yfirbyggingar og nýjar skipsbrýr.

 Fyrirtækið óx og dafnaði vel fyrstu árin og þegar umsvifin voru hvað mest voru starfsmenn liðlega 100. Árið 1998 markaði tímamót þegar Skipalyftan afhenti Vestmannaeyjabæ Lóðsinn sem er eina nýsmíði fyrirtækisins. Hefur Lóðsinn reynst vel og sýnt að um vandað skip er að ræða. 

 

Stefán, Anna og Hlynur
Starfsfjólk Skipalyftunnar árið 1986 

Breytingar á flotanum

Færri og stærri skip hafa breytt rekstrinum og í dag  er Skipalyftan plötusmiðja, véla- og renniverkstæði auk þess að þjónusta flotann.  Er með lager og verslun með miklu úrvali af vörum tengdum málmiðnaði, sjósókn og veiðum.

Rekstur Skipalyftunnar er nátengd sjávarútvegi og hafði bann við loðnuveiðum mikil áhrif en nú er horft með bjartsýni til næstu loðnuvertíðar sem lofar góðu.  Skiptir það miklu  fyrir Vestmannaeyjar sem eru með um þriðjung af aflaheimildum í loðnu.

Sama kennitala frá upphafi

Rekstur Skipalyftunnar hefur alla tíð verið traustur og hefur frá upphafi verið á sömu kennitölunni. Er í dag í 1400 fm  húsnæði og hafa eigendur fulla trú á rekstrinum og hafa fjárfest í tveimur nýjum húsum. Í öðru þeirra er vélaverkstæðið með glæsilegri aðstöðu fyrir starfsmenn.   

Í dag eru starfsmenn um 45 manns og þar af þrjú sem hafa starfað frá stofnun 1981, þau Anna Sigrid Karlsdóttir fjármálastjóri, Hlynur Richardsson lagerstjóri og Stefán Örn Jónsson framkvæmdastjóri.

Í stjórn sitja þeir Þórarinn Sigurðsson, stjórnarformaður, Stefán Örn Jónsson, Ólafur Friðriksson og Jón Viðar Stefánsson.

Rekstur Skipalyftunnar hefur gengið vel og til marks um það hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningu Credit Info, sem eitt af fyrirmyndafyrirtækjum Íslands árlega síðan 2014.  Það er ekki sjálfgefið enda komast aðeins 2% allra íslenskra fyrirtækja inn á þann lista.  Gerðar eru strangar kröfur til að komast í þennan úrvalsflokk íslenskra fyrirtækja.

Það sem skilað hefur góðum rekstri Skipalyftunnar er fyrst og síðast frábært starfsfólk sem hefur unnið hjá fyrirtækinu allt frá stofnun.

Skipalyftan hefur alið vel upp sína menn

Starfsmenn Skipalyftunnar læra mjög fjölbreytt verkefni. Mála skip, glussalagnir, öxuldraga sem dæmi.Þeir geta tekið á samning í  vélvirkjun, stálskipasmíði, rennismíði og eru  þeir með nokkra hjá sér á samning í dag.

Þröstur Jóhannsson, byrjaði ungur hjá Skipalyftunni aðeins 18 ára gamall og er nú yfirverkstjóri í dag 

Þröstur Jóhannson

Þröstur sótti þó um fyrst þegar hann var 16 ára gamall, en var sagt ef hann kynni ekki að sjóða þá hefðu þeir ekkert við hann að gera. Svo hann skellti sér í grunndeild málm-

iðnaðar. Svo fór hann aftur að vinna til að safna sér fyrir námi í bílasmíði 

sem og hann gerði. Þetta var sumarið 1995 og líkaði honum svo vel í Skipalyftunni að hann ákvað að vera fram að áramótum og fara svo í skóla. Áramótin komu og Þröstur ákvað að vera áfram í Skipalyftunni, en þá sögðu strákarnir, ef þú ætlar að vinna hérna þá verður þú að læra þetta. Það er einmitt verið að safna í stálskipasmíði upp í framhaldsskóla. Okey hugsaði Þröstur og ákvað þá að skella sér í námið einnig í þeim tilgangi að stálskipasmíðin myndi einnig nýtast honum upp í bílasmiðinn. 

Og tveim árum eftir þetta var Þröstur búin að klára námið nema hann átti eftir smá í verklega tímanum til að taka sveinsprófið. En honum vantaði ár upp á. Leið hans lá þá í borgina að læra bílasmiðinn þar sem hann tók svo sveinsprófið í bílasmíði og stálskipasmíði, var hann þar í fjögur ár.

 Leiðin lá svo aftur heim til Eyja

Leiðin lá í Skipalyftunna og þar hefur Þresti alltaf liðið eins og að koma heim, enda annað heimili hans í dag. Í dag er Þröstur yfirverkstjóri en hann lauk fjögurra ára meistaranámi í Tækniskólanum. Í dag er hann enn og aftur komin í nám og er í háskólanum í kennaranámi og er að kenna upp í framhaldsskóla með vinnunni. 

Það sem einkennir andann í Skipalyftunni að þar eru allir jafnir. Allir fá að koma með sína skoðun og aðferð að vinnunni. Maður er alltaf vel metinn hér og mikils virði. Það er virkilega góð tilfinning að líða vel í vinnunni.

Við spurðum Þröst hvort hann gæti komið með kosti og galla Stebba: Þröstur hugsaði sig um í smástund og svaraði svo þessu: 

Stebbi er besti vinnuveitandi sem maður getur hugsað sér, sem hefur þessa hlýju föðurímynd sem gott er að leita til.

Hann getur verið fljótfær og komið mönnum úr jafnvægi en þegar kostirnir eru taldir þá verða ókostirnir að engu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search