Föstudagur 29. september 2023

Skip frá Bergi ehf. landar í fyrsta sinn hjá Vísi

Í gærmorgun kom Bergur VE til Grindavíkur og landaði fullfermi hjá Vísi hf. Þetta er í fyrsta sinn sem skip frá Bergi ehf. í Vestmannaeyjum landar afla til vinnslu hjá Vísi í Grindavík en bæði þessi félög eru hluti af Síldarvinnslusamstæðunni.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að ávallt séu tímamót þegar skip landar afla til vinnslu í fyrsta sinn hjá Vísi. „Bergur kom til löndunar í gærmorgun og að sjálfsögðu var vel tekið á móti skipi og áhöfn. Farið var með dýrindis tertu um borð sem menn gæddu sér á. Það ríkti góður andi við komu skipsins og það var tekið eftir því að þarna var nýtt skip komið til löndunar; bæði bæjarstjórinn og hafnarstjórinn fóru til dæmis í heimsókn um borð. Auðvitað var lögð áhersla á að allir sýndu sínar bestu hliðar, jafnt löndunarmenn sem aðrir. Bergur landaði fallegum og góðum fiski og við tókum þorskinn og lönguna til vinnslu hjá okkur, en það var megnið af aflanum. Við munum leggja metnað okkar í það að þjóna vel öllum skipum sem koma hingað til löndunar og þá ekki síst skipum innan Síldarvinnslusamstæðunnar,“ segir Pétur.

Bergur hélt til veiða strax að löndun lokinni og er nú á karfaveiðum út af Reykjanesi.

Áhöfninni á Bergi var færð dýrindis terta þegar þeir komu í fyrsta sinn til löndunar í Grindavík. Á myndinni er Jón Valgeirsson skipstjóri að fá sér væna sneið. Ljósm. Pétur Hafsteinn Pálsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is