15.03.2020 kl 11:35
Fyrstu niðurstöður skimunar hjá Íslenskri erfðagreiningu benda til þess að um eitt prósent þeirra sem komu í skimun í gær sé smitað af COVID-19. Þetta kom fram hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni í Silfrinu í dag.
Þórólfur ítrekar að rýna þurfi betur í þessar niðurstöður, en þetta gefi vísbendingu um að veiran sé ekki orðin útbreidd í samfélaginu og að ráðstafanir yfirvalda hafi borið árangur. Greiningar á þeim sem farið hafa í sóttkví sýna að tíu prósent þeirra séu smituð.
Þetta eru góðar fréttir og sýnir enn frekar hvað við erum með flott fólk að tækla þetta.
Greint er frá þessu á ruv.is