02.04.2020
Í morgun hófst skimun fyrir COVID-19 við Íþróttamiðstöðina.
Íslensk erfðagreining stendur fyrir skimuninni í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Vestmannaeyjabæ sem býður bæjarbúum upp á skimunina dagana 2.-4. apríl.
Að lokinni skimun verður svar birt á heilsuvera.is en hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir. Þeir sem eru í sóttkví mega fara á bíl í sýnatökuna, en ekki í sama bíl og einstaklingar sem eru utan sóttkvíar.
Alls hafa um 1000 pinnum verið ráðstafað í þessa skimun og samkvæmt upplýsingum Tíguls þá eru allir tímar bókaðir og þar með pinnarnir búnir fyrir þessa skimun.