Kæru Vestmannaeyingar
Í fyrstu langar okkur að þakka kærlega fyrir fallegar kveðjur og orð sem mörg ykkar hafa látið í ljós eftir að sameining Tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar og Tannlæknastofunnar í Glæsibæ varð loks að veruleika. Við erum afar ánægð og þakklát fyrir þann möguleika að fá að vera hluti af þeirri heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er að til staðar sé í Eyjum.
Við munum gera okkar allra besta til að bæta þjónustustigið og erum um þessar mundir að ræða við nokkra tannlækna um að hafa aðsetur í Eyjum og vinna þar fulla vinnu.
Það ferli getur tekið tíma, en á meðan munu tannlæknar okkar úr bænum halda áfram að koma mjög reglulega til að sinna því sem þörf er á.
Hér má sjá þær dagsetningar sem nú þegar er búið að taka frá fyrir sérhvern af fyrrnefndum tannlæknum, en líklega munu fleiri dagar bætast við. Enn á eftir að ákveða dagsetningar fyrir sérfræðingaheimsóknir, en þær verða einnig auglýstar síðar.
Október
- 09 – 11 – Hjalti Þórðarson
- 12 – 13 – Hjalti Harðarson
- 17 – 18 – Rakel Ósk Þrastardóttir
- 26 – 27 – Hjalti Harðarson
Nóvember
- 09 – 10 – Hjalti Harðarson
- 23 – 27 – Hjalti Harðarson
Desember
- 02 – 05 – Ármann Hennesson
- 07 – 08 – Hjalti Harðarson
- 14 – 15 – Hjalti Harðarson
- 16 – 18 – Hjalti Þórðarson
Hlökkum til að sjá ykkur.
Tannlæknastofan, Hólagötu 40