Laugardagur 26. nóvember 2022

Skemmtu sér konunglega á Dömukvöldi ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV bauð dömum Eyjanna til skemmtilegrar kvöldstundar í Akóges síðastliðið föstudagskvöld. Drottingaþema var í veislunni og voru margar konur því konunglega klæddar, sem var gaman að sjá. Engin sló þó veislustjóranum, Haffa Haff út í þeim efnum. Litla Svísubúðin var með tískusýningu. Grétar Eyþórs og Siggi Braga sáum um æsispennandi pílukeppni. Þar fóru þátttakendur allir í pott og var það Elín Rós Helgadóttir sem hafði heppnina með sér að vera dregin út og vann 50.000 kr gjafabréf hjá Icelandair. Sömu verðlaun hlaut Sandra Dís sem var með hæsta skor eða 128. Kári Fúsa og félagar sáu um matseldina sem var vel heppnuð. Það sem hinsvegar stóð uppúr þessu kvöldi voru glæsilegir happadrættisvinningar. Losti kynnti vörur sínar og leikarar úr Ávaxtakörfunni sungu.
Stórt hrós til ykkar sem sáu um þetta glæsilega kvöld.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is