Skemmtilegt viðtal við Gísla Matthías hjá Snorra Björns Podcast

21.10.2020

Snorri Björns er frábær þáttaspyrjandi. Tígull mælir mikið með öllum hans viðtölum sem hann hefur sett saman sem eru alls 70 talsins í dag, með nýjasta þættinum sem er einmitt viðtal við hann Gísla Matthías Auðunnsson.

Svona kynnir Snorri Björns hann Gísla í Podcast þætti sínum:

“Gísli, hvað ertu að gera í Eyjum þegar þú getur komið til Reykjavíkur og orðið ríkur.”

– „Ég er í Vestmannaeyjum, þetta er einn af fellugustu stöðum í heimi. Ég er með veitingastað þar sem get gert hvað sem ég vil. Ég á 4 börn og konu sem ég elska út af lífinu… ég held ég gæti bara ekki verið ríkari. Þó svo að Slippurinn sé ekki að skila einhverjum peningum þá bara skiptir það ekki máli – hvað vill maður gera við peninga?“

Gísli Matthías fór á sjóinn til þess að átta sig á því að hann langaði aldrei þangað aftur. Hann vann við framkvæmdir á veitingastað þegar einn daginn mætti ekki uppvaskari. Gísli hljóp í hans skarð og fann sig allt í einu á 16 tíma kokkavöktum, takandi fyrstu skrefin í áttina að því að verða einn besti kokkur landsins. Hann opnaði Slippinn, veitingastað í Vestmannaeyjum, á sumrin og safnaði sér pening sem hann eyddi svo á veturna til að læra af bestu kokkum heims á þriggja Michelinstjörnu veitingastöðum í New York og elda fyrir milljarðarmæringa í skíðaskálum.

Smelltu hér til að hlusta

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is