28.12.2020
Það var ýmislegt sem fólk tók upp á í þessu skrítna ástandi sem gengur yfir heiminn þessa mánuðina. Nú í desember þurfti svo sannarlega að hugsa út fyrir boxið og gera það besta úr þessu öllu.
Þær Erla Ásmundsdóttir og Lilja Ólafsdóttir voru meðal þeirra sem voru með skemmtilegt uppátæki.
Tígull heyrði í þeim og fékk aðeins að heyra frá þeim af hverju þeim datt þetta uppátæki í hug.
Erla segir að þessi hugmynd hafi kviknaði í sumar hjá sér og systir sinni þegar að þær fórum að ræða öll þessi föt í fataskápnum sem við aldrei notum. Ákváðu þær í kjölfarið að hafa KjólaJúní sem gekk líka svona glimrandi vel að þær ákváðum að prufa að hafa líka svona kjólamánuð yfir vetratíma. Og þar sem Erla á afmæli 25. nóvember var tekin ákvörðun um að prufa hafa #íKjólumFramAðJólum.
Þetta er búið að vera svo sjúklega skemmtilegt að við ætlum örugglega að halda okkur alltaf við #KjólaJúní og #íKjólumFramAðJólum hér eftir. En þetta er bara svona eitt af því sem við höfum verið að brasa í þessu leiðinda ástandi og gaman að segja það líka að við máttum ekki fara í sama kjólinn tvisvar sagði Erla að lokum.
Lilju fannst þessi hugmynd Erlu og systur hennar algjör snilld en ákvað að taka frekar jóladress í desember í staðin fyrir kjól. Því það vill svo einfaldega til að hún átti um 20 jólapeysur eða jóladress svo hún þurfti bara að redda örfáum í viðbót sem og hún gerði að sjálfsögðu. Lilja sagði að þetta hafi verið mjög skemmnilegt og uppátækið hafi vakið mikla athygli og lukku. Fólk hafi beðið spennt eftir dressi dagsins hverju sinni.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af þeim Lilju í jóladressi og Erlu í kjólum og þær báðar hvetja alla til að taka þátt að ári.