Laugardagur 1. október 2022

Skemmtileg Sjávarútvegssýning í Laugardagshöllinni

Sjávarútvegssýningin hófst á miðvikudaginn klukkan 14:00, strax og sýningin opnaði fór húsið að fyllast og mikil gleði var á meðal sýnenda. Sýningunni lýkur í kvöld klukkan 18:00

Blaðamaður Tíguls rölti um og tók stöðuna á nokkrum fyrirtækjum. Það var margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá.

Arnar Richardsson rekstrarstjóri Bergs-Hugins ehf var mættur með fyrstu mönnum á sýninguna og kíkti í kaffi til Skeljungsmanna. Hér eru þeir Pétur Sig, Ingi Fannar og Arnar.
N1 tóku vel á móti gestum, með lukkuhjóli og veigum. Þeir voru heldur betur til í að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Tíguls.
Halla Halldórsdóttir og Jónas R. Viðarsson voru eldhress á Matís básnum, enda Jónas Eyjamaður, sú gleði skein í gegn.
Brynja Vignisdóttir hjá Rubix og Verkfærasölunni tók vel á móti blaðamanni Tíguls.
Skeljungsmenn flottir, að sjálfsögðu var Eyjamaðurinn Jón Helgi á vaktinni fyrsta degi sýningarinnar.
Hér er Tolli hjá HD.
Bræðurnir Vignir og Þorsteinn hjá Vood beitu voru grand á því að vanda. Þeir eru að opna stóra verslun á Akureyri á næstunni sem vert er að kíkja á.
Við rákumst á Eyþór Harðarsson og Gylfi Sigurðsson. Þeir voru kátir með sýninguna.
Samband stjórnendafélagsins voru mættar á staðinn og kynntu kjör sín, hér er Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir lengst til hægri á mynd.
Ásgeir hjá Stólpi Gámar er hér fyrir miðju með starfsmönnum sínum.
Ásgeir sýndi okkur hvað hann er að bjóða upp á. Frysti gámar, wc og sumarhús, allt hægt að græja með gámum.
Kiddi og Siggi eldhressir að rölta á milli bása.
Fulltrúar Fiskistofu létu sig ekki vanta. Eyjamaðurinn Njáll Ragnarsson og Sævar Guðmundsson sem starfa á Höfn í Hornafirði tóku sýninguna út og leist þeim vel á.
Eyjakonan Sóley hjá Simberg tók vel á móti Eyjamiðlinum Tígli, sagði að mikið af brottfluttu Eyjafólki hafi átt leið hjá þeim á sýningunni. Það er alltaf gaman að hitta Eyjamenn og konur.
Vélfag var að sýna byltingarkennda vél sem er að koma á markað. Vélin gerir að fisknum frá A til Ö, út kemur tilbúið flak til pökkunar.
Flottur hópurinn frá Fisktækniskólnaum í Grindavík.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is