Í gær var greint frá á Eyjar.net skemmdarverkum sem unnin voru á húsi við Túngötu, þar sem spreyjað hafði verið víða á húsið með rauðum lit.
Hafsteinn Daníel eigandi hússins segir í samtali við Eyjar.net nú í morgunsárið að búið sé að finna aðilann sem þarna var að verki og taldi sá hinn sami að hann væri að fara að gera við húsið án samráðs við eigendur.
,,Við höfðum ekki talað við neinn iðnaðarmann“ segir Hafsteinn sem búsettur hefur verið í húsinu í átta mánuði. Hann segir hugsanlegt að fyrri eigandi hafi beðið um viðgerð á húsinu áður en hann flutti.
,,Ég tel það algjört lágmark að ræða við húseigendur áður en farið sé að spreyja á húsið“ segir Hafsteinn en tekur fram að honum sé létt yfir að fundin sé skýring á málinu.