Skemmd í fráveitulögnum sem liggja frá Brattagarði út á Eiði | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Bærinn VE Kata

Skemmd í fráveitulögnum sem liggja frá Brattagarði út á Eiði

12.08.2020

Á fundi framkvæmda og hafnarráði í gær var meðal annars þetta rætt:

Fráveitulagnir yfir höfnina – skemmd í fráveitulögnum

Skemmd hefur komið í ljós á fráveitulögnum sem liggja frá Brattagarði út á Eiði.
Framkvæmdastjóri greindi frá að efni til bráðabirgðaviðgerða sé komið til Vestmannaeyja og stefnt sé að viðgerð við fyrsta tækifæri.

Skipalyftukantur, endurnýjun – eruð að hefja verkið

Verktaki við þiljun á Skipalyftukanti hefur hafið flutning á tækjum yfir til Vestmannaeyja og von er á að verkið hefjist öðru hvoru megin við næstu helgi. Verktaki ætlar að byrja verkið á því að reka framan við gamla þilið frá austurgafli til vesturs, austurgaflinn tekur hann síðast.
Sveinn Valgeirsson mun verða eftirlitsmaður fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar í verkinu.

 Olíubryggjur smábáta – best að olíuafgreiðsla sé öll á einum stað

Með stækkandi bátum í smábátaflota Vestmannaeyja hefur aðstaða til olíutöku á Bæjarbryggju ekki nýst sem skyldi og er áhugi hjá olíufélögum að lagfæra aðstöðuna.
Fyrir liggur að þegar komið var upp olíubryggju á sínum tíma var hugsunin að með tímanum myndi öll olíuafgreiðsla vera á einum stað. Skeljungur hefur þegar komið fyrir dælu á olíubryggjunni en forðatankurinn stendur á óheppilegum stað með tilliti til framtíðarskipulags á Vigtartorgi.

Ráðið samþykkir að best sé að olíuafgreiðsla sé öll á einum stað í höfninni og flotbryggjan sé ákjósanlegasti staðurinn fyrir afgreiðslu á eldsneyti. Ráðið felur starfsmönnum framgang málsins í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

6 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar – ráðleggja að fresta ráðningu á nýjum hafnarstjóra

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 14.júlí sl lýsti ráðið yfir miklum áhyggum af rekstrarlegri stöðu Vestmanneyjahafnar. Var framvæmdastjóra í samráði við formann ráðsins falið að leggja fram tillögur til að mæta tekjubresti.

Ráðið leggur áherslu á að halda uppi þjónustustigi hafnarinnar á sama tíma og nauðsynlegt er að huga vel að útgjöldum.
Ráðið horfir frekar til þess að ekki sé stofnað til nýrra útgjalda sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun og beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að fresta ráðningu í nýja stöðu hafnarstjóra og staðan verði endurmetin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Árshátíð VSV aflýst, út að borða í staðinn
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X