Skemmd í fráveitulögnum sem liggja frá Brattagarði út á Eiði

12.08.2020

Á fundi framkvæmda og hafnarráði í gær var meðal annars þetta rætt:

Fráveitulagnir yfir höfnina – skemmd í fráveitulögnum

Skemmd hefur komið í ljós á fráveitulögnum sem liggja frá Brattagarði út á Eiði.
Framkvæmdastjóri greindi frá að efni til bráðabirgðaviðgerða sé komið til Vestmannaeyja og stefnt sé að viðgerð við fyrsta tækifæri.

Skipalyftukantur, endurnýjun – eruð að hefja verkið

Verktaki við þiljun á Skipalyftukanti hefur hafið flutning á tækjum yfir til Vestmannaeyja og von er á að verkið hefjist öðru hvoru megin við næstu helgi. Verktaki ætlar að byrja verkið á því að reka framan við gamla þilið frá austurgafli til vesturs, austurgaflinn tekur hann síðast.
Sveinn Valgeirsson mun verða eftirlitsmaður fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar í verkinu.

 Olíubryggjur smábáta – best að olíuafgreiðsla sé öll á einum stað

Með stækkandi bátum í smábátaflota Vestmannaeyja hefur aðstaða til olíutöku á Bæjarbryggju ekki nýst sem skyldi og er áhugi hjá olíufélögum að lagfæra aðstöðuna.
Fyrir liggur að þegar komið var upp olíubryggju á sínum tíma var hugsunin að með tímanum myndi öll olíuafgreiðsla vera á einum stað. Skeljungur hefur þegar komið fyrir dælu á olíubryggjunni en forðatankurinn stendur á óheppilegum stað með tilliti til framtíðarskipulags á Vigtartorgi.

Ráðið samþykkir að best sé að olíuafgreiðsla sé öll á einum stað í höfninni og flotbryggjan sé ákjósanlegasti staðurinn fyrir afgreiðslu á eldsneyti. Ráðið felur starfsmönnum framgang málsins í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

6 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar – ráðleggja að fresta ráðningu á nýjum hafnarstjóra

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 14.júlí sl lýsti ráðið yfir miklum áhyggum af rekstrarlegri stöðu Vestmanneyjahafnar. Var framvæmdastjóra í samráði við formann ráðsins falið að leggja fram tillögur til að mæta tekjubresti.

Ráðið leggur áherslu á að halda uppi þjónustustigi hafnarinnar á sama tíma og nauðsynlegt er að huga vel að útgjöldum.
Ráðið horfir frekar til þess að ekki sé stofnað til nýrra útgjalda sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun og beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að fresta ráðningu í nýja stöðu hafnarstjóra og staðan verði endurmetin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is