Skeljungur IS ehf. veitti á dögunum 400.000kr. styrk til Menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Guðríður Sigurðardóttir Formaður sjóðsins sem tók á móti styrknum frá Unni Elvu Arnardóttur, forstöðumanns innri og ytri þjónustu Skeljungs IS ehf.
Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Í starfi þeirra fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa þær kynnst fjölda hæfileikaríkra kvenna sem þurfa að leita til nefndarinnar sökum bágs efnahags en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér meiri menntunar.
Sjóðnum er ætlað að styrkja þessar konur til þess að sækja þá menntun sem þær kjósa.