Oddrún Helga Símonadóttir er snillingur í að útbúa allskonar góðgæti, hún er með vinsæla facebook síðu Heilsumamman þar sem hún kynnir sig betur, hún bíður upp á flott námskeið og fer yfir öll þau helstu atriði í nammigerðinni.
Hægt er að kaupa rafbók með þessum flottu uppskriftum hérna er linkur beint á rafbókinna
Hérna er ein nammiuppskrift sem er í uppáhaldi hjá okkur á Tígli, bragðast eins og hjúpað marsipan en er í raun gráfíkjukonfekt, hljómar kannski ekki vel en þú verður bara að prufa.
Gráfíkjukonfekt
(20 molar )
- 2 dl möndlur án hýðis eða fínmalað hvítt möndlumjöl
- 3-4 msk hlynsýróp
- 1/4 tsk möndludropar
- 0,6-1 dl saxsaðar gráfíkjur
- 80 g dökkt súkkulaði – til að húða
- Malið möndlur í matvinnsluvél svo úr verði fínt duft eða notið tilbúið fínmalað hvítt möndlumjöl.
- Blandið saman í skál möndlumjölinu og hlynsýrópinu. Bætið dropunum við og hnoðið vel.
- Passið að deigið sé ekki of blautt, það á ekki að klístrast við fingurnar heldur á að vera auðvelt að hnoða það og móta. Bætið við meira mjöli ef ykkur finnst það þurfa.
- Blandið gráfíkjunum saman við marsípanið, mótið litlar kúlur og hjúpið svo með súkkulaði.