Aðgengi einstaklinga í hjólastólum um borð í nýja Herjólfi var til umfjöllunar hjá stjórn Herjólfs ohf. í síðasta mánuði.
Einnig má lesa frétt Tíguls um málið hérna: Gleymdist að hugsa til fólks í hjólastólum þegar nýja skipið okkar var hannað ?
Greint er frá því í fundargerð stjórnar að Hjörtur Emilsson frá Vegagerðinni hafi komið inn á fundinn gegnum síma. Farið var yfir aðgengismál með Hirti. Hann segir skipið byggt samkvæmt alþjóðareglum og farið eftir þeim reglum sem þar gilda. Skipið á að uppfylla öll skilyrði varðandi aðgengi fatlaðra.
Stjórnin vill gera betur og telur brýnt að bæta aðgengi fólks í hjólastólum í skipinu. Stjórn Herjólfs samþykkti samhljóða á fundinum að fela framkvæmdastjóra að fylgja því fast eftir við eiganda ferjunnar, Vegagerðina að aðgengi fólks í hjólastólum verði bætt í eins flótt og auðið er.
Frétt frá eyjar.net