05.06.2020
Það eru sönn orð þegar sagt er að sjómennskan sé ekkert grín, nú er sjómanndagshelgin runnin upp sem er til heiðurs hetjum hafsins.
Það var hann Sigurður Guðbjörn Sigrurjónsson sem stýrði Smáey VE í þessari svaðalegu innsiglingu.
Tómas Marshall tók upp myndbandið þegar hann var um borð í Drangavíkinni.
Blaðamaður Tíguls sló á þráðinn til Tomma og bað hann að rifja upp þessa myndatöku.
Þetta var árið 2001 í febrúar, við vorum aðeins á undan Smáey en Maggi skipstjóri á Drangavíkinni sló aðeins úr ferðinni, heyrði svo í Sigga skipstjóra á Smáey sem gaf smá í til að ná okkur og þetta varð útkoman, vindur var 34 metrar á sek.
Myndbandið hefur fengið 27,280,076 áhorf síðan það var birt á youtube rás Tómasar Marshall.
Forsíðumyndina tók hann Héðinn Karl