Þriðjudagur 16. apríl 2024
Hólmgeir

Sjómenn – yfirheyrsla

Nafn: Guðni Freyr Sigurðsson
Aldur: 27 ára
Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvar: Eyddi ófáum dögum á ættaróðalinu Hlödda Ve, áður en ég fór fyrsta túrinn minn á Berg Ve sumarið 2013.
Hvað heillaði við sjómennskuna:
Peningarnir, ekki nokkur spurning.
Eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með: Að öllum öðrum ólöstuðum, þá held ég að áhöfnin á Berg Ve hafi vinningin. Haustin ´14 & ´15 voru geðveik.
Eftirminnilegasti túrinn: Ætli það hafi ekki verið þegar við sigldum Qavak í grænlensku lögsöguna í leit að makríl sem aldrei fannst. Eftir einhverja fjögura daga leit bilaði hjá okkur og dóluðum okkur aftur til Íslands. Þetta tók 8-9 daga fyrir ekki neitt.

 

Nafn: Hákon U. Selja Jóhannsson
Aldur: 34 ára gamall
Fjölskylda: Þórdís Jóna Guðmundsdóttir konan mín og Sonur Hákonarsson fæddur 19. mars á þessu ári.
Hvar ertu að róa: Bergey VE
Hvaða stöðu gegnir þú: Yfirvélstjóri
Hvar og hvenær hófst sjómannsferillinn: 2006 á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem háseti og fór fyrst sem vélstjóri á Eyborg EA 2010.
Hver er eftirminnlegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með: Páll Heiðar Högnason vélstjóri, besti samstarfsmaður sem ég hef unnið með.
Hver er mesta fíflið um borð: Jón Valgeirsson skipstjóri, nei annars þá eru engin fífl um borð í Bergey bara flottir peyjar.
Eftirminnilegasti túrinn: Ætli það séu ekki fyrstu túrarnir á nýju Bergeynni.Það gekk á ýmsu, leiðinda veður og bilerí. Virkilega lærdómsríkir dagar og krefjandi.

Forsíðumynd: Hólmgeir Austfjörð

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search