Sjómannsbjórinn 2024 kynntur í dag

Sjómannsbjórinn 2024 var kynntur í dag við hátíðleg athöfn á The Brothers Brewery en þetta er í níunda skipti sem að þeir brugga bjór til heiðurs sjómanni. Í ár var sjómannsbjórinn tileinkaður skipstjóranum og útgerðarmanninum Sævaldi Pálssyni.

„Rótsterkur imperial stout með kaldpressuðu kaffi svo mögulega kemur eitthver smá Irish Coffe fílingur með“ sagði Jói á Brothers og þá var mikið klappað. Frábær mæting var á þessa góðu hefð, fullur salur á The Brothers Brewery.  Þeir brugguðu í fimm flöskur fyrir börn Sævalds, þau Elías Geir, Sigurgeir, Grétar Þór, Ásdísi og Ernu. Eins og alltaf þá verður stór flaska af Sævald stout og boðin upp á laugarardagskvöldinu í Höllinni og ágóðinn gefinn til góðgerðarmála.

Til hamingju með þetta.

 

Fjölskyldan saman komin.

Rikki Zoega með barnabarnið sitt

Finnsi Finns og Tobbi

Sigurgeir og Lóa Hrund

Jói á Brothers
Sigurgeir fékk heiðurinn að dæla fyrsta Sævald bjórnum af dælunni.
Sigurgeir fékk heiðurinn að dæla fyrsta Sævald bjórnum af dælunni.
Karlakór Vestmannaeyja tóku nokkur lög.
Systkinin taka á móti flöskunum með Sjómannsbjórnum í ár, Sævald stout. Frá vinstri: Gretar Þór, Elías Geir, Sigurgeir, Erna og Ásdís.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search