Sigurður er fæddur árið 1953 Hann lærði netagerð hjá Ingólfi Teódórssyni 1975. Fór fyrst á síld á Bjarnarey Ve með Steingrími Sigurðssyni eina vertíð 1979.
Var á Sæbjörgu Ve með Hilmari Rós og Tedda Vestmann 1980-1981 á síld, loðnu og netum. Siggi réri með Herði Jónssyni á Heimaey Ve 1982-1985 á loðnu síld og netum. Er á Gígju Ve 1986-1989 á loðnu.
Fór aftur á Heimaey, Hellisey og á Álsey með Herði Jónssyni þar til Hörður hætti til sjós 2001.
Siggi réð sig á Brynjólf Ve þegar hann kom til Eyja 2001 og var þar í rúm 20 ár með með þeim heiðursmönnum Guðmundi Ársælssyni og Baldri Þór Bragasyni heitnum þangað til hann hætti til sjós 1. desember 2021. Hann er sem sagt nýhættur kallinn eftir rúm 40 ár til sjós. Núna er hann að dútla hjá Inga Frey frænda sínum í Hampiðjunni hér í Eyjum.
Siggi Sveins er sem sagt kominn aftur á gólfið í netagerðinni þar sem hann byrjaði forðum. Sigurður gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Jötunn og Sjómannadagsráð í yfir 30 ár. M.a sem ritari Jötuns og varaformaður.
Foreldrar Sigurðar eru Sveinn Sigurðsson bílstjóri og Ásta Ólafsdóttir húsmóðir frá Siglufirði Sigurður Sveinsson er kvæntur Þóru Ólafsdóttur. Þau eiga tvö börn. Þau eru Thelma og Sveinn. Barnabörnin eru orðin þrjú.