Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Stakkagerðistúni í dag – myndir

07.06.2020

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Stakkagerðistúni í dag þar sem að hátíðardagskrá fór fram.

Verðlaun voru veitt fyrir ýmsar keppnir sem voru í gær á bryggjunni, sjómenn heiðraðir og ýmislegt í boði fyrir börnin.

Finnur Freyr vann sjómannaþrautina í ár líkt og síðustu þrjú ár. Vestmannaey vann áhafnarbikarinn, Jötunn fékk félagabikarinn og tímabikarinn einnig þeir voru á 1:04. Langa fékk stöðvabikarinn í kappróðrinum.

Sjómenn sem voru heiðraðir: Grímur Magnússon f.h. Vélstjórafélagsins, Richard Sighvatsson f.h. Skipstjóra og sýrimannafélagsins Verðanda og Bjarni Valtýrsson f.h. Sjómannafélgsins Jötuns.

Alls voru 82 keppendur sem tóku þátt í dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns, alls veiddust 10 fiskar og 2 krabbar. Þau börn sem unnu til verðlauna eru þau Rafél Bóas Davíðsson fyrir stærsta Kolann, Katla María fyrir stærsta Marhnútinn, Stefán Sigurðsson fyrir stærsta Krabbann og Guðríður María fyrir stærsta Ufsan. Einnig fékk Rafael Bóas verðlaun fyrir flesta fiska og tegundir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is