07.06.2020
10:00 – Fánar dregnir að húni
11:00 – Verður boðið upp á stórkostlegt útsýnisflug yfir hina fögru Heimaey. Flogið verður frá Vestmannaeyjaflugvelli og tekin stór hringur um eyjuna á glæsilegri þyrlu frá Reykjavík Helicopters.
Verð aðeins kr. 10.000,- á mann og rennur hluti andvirðisins til Björgunarfélagsins!
13:00 – Sjómannamessa í Landakirkju – Séra Viðar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknðara. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni.
12:00 – 17:00 – 1000 Andlit Heimaeyjar á Leturstofunni við Strandveg 47
Bjarni Sigurðsson og Leturstofan eru að fara af stað með menningar- og listaverkefni sem heitir Þúsund andlit Heimaeyjar.
Hugsunin á bakvið verkefnið er þannig að íbúum Vestmannaeyja ásamt þeim sem hafa tengingu þangað gefst kostur á að koma í myndatöku og fá mynd af sér.
Myndatakan verður að kostnaðarlausu fyrir þátttakendur og fá allir rétt til að birta sýna mynd á samfélagsmiðlum. Einnig verður boðið upp á mynd í fullri stafrænni upplausn eða prentaðri útgáfu, þá gegn vægu gjaldi.
Þegar safnast hafa saman myndir af yfir 1000 ólíkum andlitum Heimaeyjar verður haldin sýning þar sem samansafn af öllum þessum myndum verður til sýnis. Nánar er hægt að lesa um viðburðin á facebooksíðu verkefnisins.
14:00 – 18:00 – Listasýningar, Hvíta húsið – sjávarútvegur fyrr og nú, Skipasandi – Heppnasti tengdapabbi í heimi og úteyjarnar, Í Einarsstofu er málverkasýning – Sjór og sjómennska, svo er opið í Sagnheimum, byggðarsafni og einnig náttúrugripasafninu við Heiðarveg.