Sjómannadagsblað Vestmannaeyja frítt á öll heimili

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja var dreift frítt á öll heimili í Vestmannaeyjum, í gær og í dag, líkt og undanfarin ár. Blaðið er undir nýrri ritstjórn Leturstofunnar, sem sér nú í fyrsta skipti um blaðið frá A til Ö. Hingað til hefur hún aðeins séð um umbrot og auglýsingasölu. Ritstjórn var að mestu í höndum Lindar Hrafnsdóttur sem einnig braut um blaðið.
Farið er um víðan völl í efnistökum líkt og vaninn er. Púlsinn er tekinn á nokkrum sjómönnum og sjómannskonum. Dætur sjómanna eru spurðar útí hvernig var að alast upp með pabba á sjó. Hörður Sævaldsson veltir fyrir sér hvernig vekja má áhuga unga fólksins á sjómennsku. Stefán Jónsson í Skipalyftunni er í léttu spjalli en hann hefur þjónustað skipaflota Vestmannaeyja í tugi ára. Þá er spjall við hjónin Einar Bjarnason og Ester Ólafsdóttur sem hafa helgað sig sjávarútveginum. Spjall við Gísla Val Gíslason sem réði sig á skemmtiferða skip, Eykyndill fagnar 90 ára afmæli og margt fleira.
Forsíðuna prýðir mynd úr safni Harðar Sigurgeirssonar og má finna fleiri magnaðar myndir frá honum inni í blaðinu.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search