Föstudagur 1. desember 2023

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2020 er komið út og fer frítt inn á öll heimili í Vestmannaeyjum

02.06.2020

Stór glæsilegt Sjómannadagsblað Vestmannaeyjar 2020 er komið út og mun vera dreift frítt inn á öll heimili í Vestmannaeyjum næstu daga.

Skátaflokkurinn Faxi mun sjá um að dreifa blaðinu um eyjuna eins mun það liggja á völdum stöðum á eyjunni.

Ómar Garðarsson ritstýrði blaðinu lík og síðustu þrjú blöð. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um útgerð Sæbjargar VE sem Hilmar Rósmundsson skipstjóri og Theódór Ólafsson vélstjóri áttu og stýrðu. Ólafur Tryggvason á sér merka sögu á sjó sem tengist m.a. Halkion VE, því mikla happa- og aflaskipi. Einnig er athyglisvert viðtal við Guðjón Ármann Eyjólfsson sjóliðsforingja, skólastjóra og skólameistara. Þá er ekki síður athyglisverð saga sjö systkina sem fluttu til Vestmannaeyja eftir að faðir þeirra fórst með Sjöstörnu KE á vertíðinni 1973.

Eins og alltaf koma margir að gerð blaðsins. Lind Hrafnsdóttir sér um auglýsingar og umbrot. Atli Rúnar Halldórsson, bættist í hópinn og ekki aðeins sem prófarkalesari. Atli hefur yfirfarið allan textan og komið með góðar ábendingar um það sem betur mátti fara. Sara Sjöfn Grettisdóttir lagði okkur lið með greinaskrifum. Óskar Pétur á flestar myndir eins og venjulega en líka er leitað í ómetanlegan myndabanka Sigurgeirs Jónssonar þar sem aldrei sést til botns.

Þessum og mörgum fleirum vill Ómar Garðarsson þakka fyrir þeirra framlag.

Sjómenn og fjölskyldur og allt Eyjafólk: til hamingju með daginn og megi okkur vegna sem best til sjós og lands Segir Ómar að lokum.

Blaðið mun einnig vera aðgengilegt á netinu á morgun, mun það vera hér inn á tigull.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is