Myndarlegt Sjómannadagsblað Tíguls komið í hús

Þá ættu allir að hafa fengið myndarlegt Sjómannadags Tíguls inn um lúguna hjá sér sem hinir harðduglegu blaðberar Eyjadreifingar gengu með í hús í gær. Ekki nóg með það heldur fylgdu einnig spennandi tilboðsbæklingar frá Elko og JYSK.

Í sjómannadagsblaði Tíguls kennir ýmissa grasa. Við yfirheyrum nokkra sjómenn, þar og meðal Kjartan Sölva Guðmundsson sem var tilnefndur sjómaður ársinss af Tígli. Við spjöllum við Eddu Björk Guðnadóttur sem þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára tók þátt í sínu fyrsta Rallycross móti um síðustu helgi. Við kíkjum á nýjasta veitingarstað Vestmannaeyja, Vöruhúsið. Við spjöllum við nýútskrifaða stúdenta og margt fleira. Rúsínan í pylsuendanum er svo dagskrá Sjómannadagshelgarinnar sem má finna í miðopnu blaðsins.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search