Þeir Einar og Binni í Gröf prýða forsíðu sjómannadagsblaðs Tíguls í ár. Enda voru þeir hörku sjómenn og eiga vel heima á forsíðunni. Við kynnum til leiks nýjan lið á sjómannahátíðinni hér í Vestmannaeyjum. Dagskrá sjómannadaghelgarinnar er í miðjublaðinu og því auðvelt að kippa úr og hengja á ísskápinn. Sjómanna- yfirheyrslan og spjall við börnin er á sínum stað, kveðjur frá fyrirtækjum og stofnunum. Já og margt fleira, um að gera að kíkja í þetta fallega blað.
Föstudagur 1. desember 2023