Miðvikudagur 17. júlí 2024

Sjómaður ársins: Kjartan sölvi

Í ár auglýstum við eftir tilnefningum og viljum við þakka öllum þeim sem að sendu á okkur.  Í ár er sjómaður ársins Kjartan Sölvi Guðmundsson. 

 

Tígull tók Kjartan léttu spjalli.

Fæddur og uppalinn? Ég er fæddur árið 1969 í Reykjavík

Hvenær fórstu fyrst á sjó? 1989 á trillu á Seyðisfirði.

Hvað heillaði við sjómennskuna? Þetta hentað mér ágætlega í vinnu,  þar sem er action og þá er ég bara fínn.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég hef verið heppinn með skipstjóra, ég byrjaði á Grindvíking GK og þar var Willard Fiske, frábær skipstjóri. Svo var ég með Simma á Guðrúnu í Vestmannaeyjum sem reyndist mér afskaplega vel. Óli á Heimaey og að ógleymdum Sverri Gunnlaugssyni sem var með mér á Gullberginu sem reyndist mér ótrúlega vel.

Eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með og hvers vegna? Þeir eru margir flottir. Jörgen er frábær á netunum og stemningmaður. Sigurbjörn Egilson á Drangavík – flottur sjómaður. Esra er alltaf í minningunni fínn kokkur og á línunni, spjölluðum mikið saman en við vorum saman á Guðrúnu.

Eftirminnilegasti túrinn? Þegar við fórum með Huginn til Newmans og lentum þar vegabréfslausir til Rússlands og vorum þar lokaðir um borð í nokkra daga.

Hefur þú lent í sjóslysi í sjómennskunni? Nei alveg sloppið við það sem betur fer.

Besti og versti matur?  Humar er alltaf geggjaður en kjöt í karrý er eitthvað sem ég get seint lært að borða. 

Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ég er hrifinn af Hallormstaðarskógi, Atlavíkin og Eyjar eru alltaf geggjaður staður.

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur? Ég ætlaði alltaf að verða fótboltamaður, löggan kom þar á eftir og sjómaður til vara.

Skemmtilegasti árstíminn á sjó?  Mars hefur alltaf verið langskemmtilegastur, á loðninu og farið að birta vel á degi. Netið var aðalfjörið þá svo er  trollið feb-mars. skemmtilegasti action tíminn.

Hver er mesta breyting siglingatækja sem þú hefur upplifað? Allt ótrúlega breytt. Siglingatölvurnar í staðinn fyrir gömlu plotterana. Líka með veðrið betri upplýsingar. – bylting með veðurfréttir.

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna? Að missa af uppeldi barnanna minna af stórum parti en sem betur fer er ég með toppmanneskju í því.  það er það stærsta.

Eftirminnilegasta atvikið á sjónum? Þegar við vorum á útleið á Guðrúnu einn sunnudagsmorgun, margir mjög þreyttir, á leiðinni á Víkina.  Komum við að búrhval sem var nýdauður – brösuðum lengi í að koma honum á síðuna og koma svo til Víkverja sem komu á bátnum og koma honum í tog. Held þeir hafi lent í brasi með að urða hræið. En þetta var fínn dagur.

Eitthvað að lokum?

Ég vil óska sjómönnum gleðilega sjómannadagshelgi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search