Símalaus dagur sunnudaginn 15.nóvember

13.11.2020

Sunnudaginn 15. nóvember hvetja Barnaheill landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir (klukkan 9-21).

Með uppátækinu vilja þau vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.

Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðgug en einnig hefur verið bent á skuggahliðar hennar.

Óhófleg notkun á snjalltækjum getur meðal annars haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar – samskiptin og nándin minnka því það er eitthvað annað sem stelur athyglinni.

Yfirskrift átaksins er: „Upplifum ævintýrin saman“ til að minna okkur á þau ævintýri sem geta falist í samverustundum foreldra og barna þegar síminn er hvíldur um stund.

Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send laugardaginn 14. nóvember.

 

Meðal vinninga eru:

 • Helgargisting í bústað í vetur hjá Minniborgum
 • Gjafabréf í Klifurhúsið fyrir fjölskylduna
 • Keila, pizza og shake fyrir fjögurra manna fjölskyldu hjá Keiluhöllinni
 • Gjafabréf fyrir 9 holu hring fyrir fjögurra manna fjölskyldu hjá Minigarðinum
 • Fjölskylduspilið Út fyrir kassann frá Munum
 • Föndursett frá A4
 • Fjölskyldumáltíðir frá KFC, Dominos og Grill 66

Greint er frá þessu á vef Barnaheill.is 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search