Silja Elsabet Brynjarsdóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2020

01.06.2020

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2020 er Silja Elsabet Brynjarsdóttir

Silja er fædd í Vestmannaeyjum þann 15. ágúst 1991 og hóf söngferil sinn í Söngkeppni barna á Þjóðhátíð árið 1998, þá 6 ára gömul, alveg að verða 7. Síðan söng hún með barnakór Landakirkju og var hún yngsti nemandi kórsins frá upphafi.

Hún hóf 11 ára gömul söngnám við Tónlistaskóla Vestmannaeyja auk þess að ljúka 1. stigi í píanónámi. Árið 2011 lá leið Silju til Reykjavíkur þar sem hún lærði við söngskólann Reykjavíkur og lauk hún framhaldsprófi þar árið 2013 með hæstu einkunn. Silja hlaut styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar fyrir skólagjöldum og í janúar 2015 lauk hún 8. stigi í söng með hæstu einkunn allra.

Haustið 2015 hóf Silja nám við Royal Acadamy of Music í London og lauk því sumarið 2019 með Bachelor of music gráðu. Síðasta haus hóf hún sérnám við sama skóla þar sem hún leggur stund á óperusöng. Það er alls ekki hlaupið að því að komast að í skólanum, en skilyrði fyrir náminu er að hafa mastersgráðu sem Silja hefur ekki. Þrátt fyrir það var veitt undanþága fyrir hana og er það í fyrsta skipti í sögu skólans sem undanþága er veitt frá þessu skilyrði.

Hún hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna ópera og tónleika sem hluti af námi sínu. Meðal annars hefur hún sungið með Royal Opera House 2. symfóníu Mahlers, tekið þátt í skandinavískum tónleikum, ljóðahringjum og íslenskum tónleikum. Auk þess hefur hún sungið með sinfóníuhljómsveit Íslands.

Í umsókn sinni segir Silja:

„Við Vestmannaeyingar eigum stóra og góða arfleið í tónlist, Eyjalögin sitja djúpt í okkar hjarta og ég er þar ekki undanskilin. Eftir að ég hóf nám mitt í Reykjavík fékk ég hins vegar tækifæri til þess að kynnast klassíska tónlistarheiminum og þá sérstaklega óperu. Þetta er heimur sem við Vestmannaeyingar höfum ekki fengið að kynnast og því vil ég breyta“. Þannig hefur Silja farið í Grunnskólann okkar, bæði Barnaskólann og Hamarsskólann og leyft börnunum að fá innsýn í óperuheiminn.

Silja stefnir á að taka upp lög Oddgeirs Kristjánssonar í upprunalegri útgáfu tónskáldsins okkar. Sum þessara laga eru ekki til á upptökum í dag eins og hann skrifaði þau og því verður afar áhugavert og spennandi að heyra afrakstur þessa verkefnis.

Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilkynnti um valið a bæjarlistamanninum og óskaði hann fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar Silju innilega til hamingju með útnefninguna og kom fram í ræðu hans að hann hlakkaði til með að fylgjast með listsköpun Silju á árinu og til framtíðar.

Tígull óksar Silju til hamingju með útnefninguna og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search