Silja Elsabet brynjarsdóttir bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2020

06.06.2020

Söngkonan Silja Elsabet var á mánudaginn valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja. Silja er fædd í Vestmannaeyjum þann 15. ágúst 1991 og hóf söngferil sinn í Söngkeppni barna á Þjóðhátíð árið 1998, þá 6 ára gömul, alveg að verða 7. Síðan söng hún með barnakór Landakirkju og var hún yngsti nemandi kórsins frá upphafi.

Hún hóf 11 ára gömul söngnám við Tónlistaskóla Vestmannaeyja auk þess að ljúka 1. stigi í píanónámi. Árið 2011 lá leið Silju til Reykjavíkur þar sem hún lærði við söngskólann í Reykjavík og lauk hún framhaldsprófi þar árið 2013 með hæstu einkunn. Silja hlaut styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar fyrir skólagjöldum og í janúar 2015 lauk hún 8. stigi í söng með hæstu einkunn allra.

Haustið 2015 hóf Silja nám við Royal Acadamy of Music í London og lauk því sumarið 2019 með Bachelor of music gráðu. Síðasta haust hóf hún sérnám við sama skóla þar sem hún leggur stund á óperusöng. Það er alls ekki hlaupið að því að komast að í skólanum, en skilyrði fyrir náminu er að hafa mastersgráðu sem Silja hefur ekki. Þrátt fyrir það var veitt undanþága fyrir hana og er það í fyrsta skipti í sögu skólans sem undanþága er veitt frá þessu skilyrði.

Hún hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna ópera og tónleika sem hluti af námi sínu. Meðal annars hefur hún sungið með Royal Opera House 2. symfóníu Mahlers, tekið þátt í skandinavískum tónleikum, ljóðahringjum og íslenskum tón-leikum. Auk þess hefur hún sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þakklát

Aðspurð um tilfinninguna að verða bæjarlistamaður Vestmannaeyja sagði Silja Elsabet að hún væri óútskýranleg. „Orðið sem er mér efst i huga er þakklæti. Þetta er náttúrulega þvílíkur heiður og eg er ofboðslega þakklát fyrir að hafa verið valin,“ sagði Silja Elsabet.

Alltaf von

En átti þú von á þessu? Er ekki alltaf einhver von? Auðvitað vonaðist ég til þess að fá þessa viðurkenningu en ég ímyndaði mér ekki að verða fyrir valinu.

Geisladiskur með lögum Oddgeirs

„Næst á dagskrá eru upptökur fyrir geisladisk með lögum Oddgeirs Kristjánssonar. Við Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari erum búin að vera að vinna í þessum lögum í um ár núna og næsta skref er að taka þau upp í upprunarlegri útsetningu tónskáldsins. Við Helga erum báðar úr eyjum og höfum báðar alist upp við lög Oddgeirs og skiptu þessi lög miklu máli í okkar tónlistaruppeldi. Þessi lög hafa og munu alltaf eiga stærsta hluta hjarta míns. Við erum þvílíkt spenntar að fara í upptökurnar en þær verða í ágúst í Salnum í Kópavogi,“ sagði Silja Elsabet aðspurð um framhaldið.

Hlutverk í London

Eftir upptökur fer Silja Elsabet aftur út til London, „þar sem ég mun syngja hlutverk Hippolytu í óperunni Midsummer night’s dream. Sagan er eftir Shakespear en tónlistina semur Britten. Einnig mun eg taka þátt í minni verkefnum úti. Vonandi náum við að gefa diskinn út fyrir jól en það er allavegana planið. Árið 2021 verður svo fullt af allskonar skemmtilegum verkefnum sem verða auglýst þegar nær dregur,“ sagði Silja Elsabet.

Elskar að koma heim og syngja

Að lokum vildi Silja Elsabet þakka fyrir sig, „takk kæru Vestmannaeyingar fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Ég elska að koma hingað heim og halda tónleika því að viðmótið sem ég fæ er svo einstakt. Það myndast svo falleg tenging á milli mín og áhorfendanna, fólk sem kemur jafnvel á alla tónleika og allsstaðar þar sem ég kem fram. Ég er nokkuð viss um að þessi tenging geti ekki myndast neinsstaðar annarsstaðar en í Vestmannaeyjum. Takk enn og aftur fyrir mig, ég hlakka til að syngja fyrir ykkur sem fyrst.“

Sara Sjöfn Grettisdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is