Síld­ar­vinnslan hefur keypt útgerð­ar­fyr­ir­tækið Vísi í Grinda­vík

Síld­ar­vinnslan hefur keypt útgerð­ar­fyr­ir­tækið Vísi í Grinda­vík á 31 millj­arð króna​​. Félagið greiðir 20 millj­arða króna fyrir allt hlutafé í Vísi auk þess sem það tekur yfir ell­efu millj­arða króna af vaxta­ber­andi skuld­um. Alls verður 30 pró­sent af kaup­verð­inu, sex millj­arðar króna, greiddir með reiðufé en 14 millj­arðar króna verða greiddir með nýju hlutafé í Síld­ar­vinnsl­unni. Vísir er í eigu sjö ein­stak­linga sem öll tengj­ast fjöl­skyldu­bönd­um. Stærstan hlut á Pétur Haf­steinn Páls­son, for­stjóri Vís­is, sem mun halda áfram sem aðal­fram­kvæmda­stjóri félags­ins eftir sam­ein­ingu.

Kaupin eru háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, því að áreið­an­leika­könnun skili full­nægj­andi nið­ur­stöðu og að hlut­hafa­fundur Síld­ar­vinnsl­unnar sam­þykki kaup­in. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands kemur fram að höf­uð­stöðvar bol­fisk­vinnslu Síld­ar­vinnsl­unnar verði í Grinda­vík gangi áformin eft­ir.

Þetta eru önnur risa­við­skipti Síld­ar­vinnsl­unnar á skömmum tíma. Fyrir mán­uði síðan var til­kynnt um kaup á 34,2 pró­sent hlut í norska lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing AS fyrir um 13,7 millj­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­stöðvar á Vest­fjörðum þar sem félagið er með rúm­lega 27 þús­und tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Fara yfir lög­legt kvóta­þak

Bæði Síld­ar­vinnslan og Vísir eru risa­stór útgerð­ar­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða. Það fyrr­nefnda var skráð á markað í fyrra, velti rúm­lega 30 millj­örðum króna á árinu 2021 og hagn­að­ist um ell­efu millj­arða króna. Því er sá hluti sem Síld­ar­vinnslan greiðir í reiðufé fyrir Vísi, sex millj­arðar króna, um 55 pró­sent af hagn­aði eins árs í rekstri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Kjarninn greindi frá þessu í gær. Hægt er að lesa alla fréttina hér.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search