Fimmtudagur 22. febrúar 2024

Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun.

Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og klárum kvótann núna í október. Þá taka við veiðar úr stofni Íslandssíldar og standa yfir langt fram eftir nóvember ef að líkum lætur.“

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, lætur afar vel af gangi mála í veiðum og vinnslu síldar á vertíð sem er í fullum gangi.

VSV hefur heimild til að veiða um 12.000 tonn af síldinni með tvöfalda ríkisfangið, það er að segja þeirri norsk-íslensku, og svo 8.000-9.000 tonn af Íslandssíld.

„Munurinn á þessum síldarstofnum er sá helstur að Íslandssíldin er að jafnaði ögn smágerðari en sú norsk-íslenska og hefur veiðst fyrir vestan. Norsk-íslensk síld veiðist fyrir austan land.

Íslandssíld er MSC-vottuð og uppfyllir því kröfur um styrkleika stofnsins og vistvæntar, ábyrgar og sjálfbærar veiðar. Það er kostur og hjálpar til við markaðssetningu og sölu. Norsk-íslensk síld er hins vegar ekki lengur MSC-vottuð.“

Dansinn dunar í síldinni nú um stundir og þar á eftir verður boðið upp í loðnudans svo um munar, stærstu vertíðina í 20 ár ef svo fer sem vonir og væntingar standa til.

Grein og myndir frá vef Vinnslustöðvarinnar.

Kap VE Vsv síldarvinnsla vsv Huginn VE vsv

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search