Sigurjón Ernir og Thelma Björk voru sigurvegarar í einstaklingskeppninni í The Puffin Run í dag – myndband af lokaspretti Sigurjóns og Snorra

09.05.2020

Frábært hlaup í dag, virkilega vel heppnað í alla staði, vissulega með öðrum reglum og þurfti til að mynda að afhenda verðlaunin eins fljótt og hægt var, þeim sem unnu og biðja fólk að vera ekki lengi í endamarkinu eftir að hlaupinu lauk hjá keppanda. Þar af leiðandi náðum við t.d. ekki mynd af stelpunum sem unnu einstaklingin. Strákarnir komu nánast á sama tíma í mark og náðum við að grípa þá.

En við lofum ykkur fullt fullt af myndum frá hlaupinu sem er verið að vinna af ljósmyndara Tíguls. Einnig koma flottar myndir inn á facebooksíðu hlaupsins eins fljótt og unnt er.

Uppfært kl 22:58

Sigurjón Ernir sendi okkur þessa fínu mynd af sigurvegurum dagsins í einstaklingkeppninni.

Thelma og Sigurjón

Hérna eru úrslit hlaupsins.

Í flokki einstaklinga voru sigurvegarar karla og kvenna þessir:

  1. Sigurjón Ernir Sturluson – tími 1:26:02
  2. Snorri Björnsson – tími 1:26:18
  3. Vignir Már Lýðsson – tími 1:27:49
Snorri, Sigurjón og Vignir.
  1. Thelma Björk Einarsdóttir – tími 1:44:16
  2. Mari Jaersk – tími 1:46:02
  3. Sóley Guðmundsdóttir – tími 1:47:45

Í flokki para kk/kk, kvk/kvk og kk/kvk

Gísli Guðmundsson og Jochum Magnússon – tími 1:54:17 ( fæddir 2008 )

Bryndís Hrönn Kristinsdóttir og Hugrún Elvarsdóttir – tími 1:52:58

Marteinn Urbancic og Sara Hrund Helgadóttir – tími 1:54:17

Í flokki hópar kk/kk, kk/kvk og kvk/kvk

Garðar Heiðar Eyjólfsson, Sindir Viðarsson, Andri Þór Gylfason og Hjálmar Jónsson – tími 1:34:39

Sindri Georgsson, Elín Sandra Þórisdóttir, Sæþór Gunnarsson og Bjartey Gylfadóttir – tími 1:54:33

Minna Ágústsdóttir, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir, Tinna Tómarsdóttir og Sigríður Lára Andrésdóttir – tími 2:02:59

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is