Eitt af erindunum á Heilsueflingardeginum á morgun sunnudaginn í Safnahúsinu er fyrirlestur Sigurjóns Ernis Sturlusonar. Hér gefur hann okkur innsýn í það hvað hann ætlar að ræða um á morgun.
Sigurjón Ernir Sturluson er íþróttafræðingur, þjálfari og er í dag með fremri ultrahlaupurum hér á landi og rekur tvær hóptímastöðvar UltraForm. Undanfarin ár hefur ég leitað leiða til að hámarka mína heilsu og til þess hef ég sett líkamann út fyrir þægindarammann á margar vegu.
Ég hef keppt í mörgum af erfiðari fjallahlaupum í heiminum og lært gífurlega mikið á líkamann og þá þætti sem þurfa að vera til staðar til að klára slíkar áskoranir jafnt sem tækla allt það áreyti sem getur mætt þér í slíkum áskorunum. Ég farið langt út fyrir þægindaramann á sviði mataræðis til að skilja betur hvaða áhrif mismunandi matvæli jafnt sem matarkúrar og fasta hafa á heilsuna.
Ég hef á sama tíma mælt allar þær breytur og þætti til að fá sannanir á því sem gerist í líkamanum og tengt það við líkamlega afkastagetu jafnt sem vellíðan og heilbrigði. Ég hef yfir langan tíma prófað mig áfram með föstur og skil í dag hlutverk og mikilvægi þeirra mikið betur til að laga og ná fram ákveðnum heilsufarlegum áhrifum á líkamann.
Ég notast mikið við hita og kuldaþjálfun bæði til að bæta aflastagetu líkamans jafnt sem andlega vellíðan yfir daginn. Mitt markmið er ekki að vera eingöngu við bestu heilsuna í dag og á morgun heldur ýta undir bætta afkastagetu og lífsgæði fyrir komandi ár.
…