Sigurjón Ernir afreksíþróttamaður og þjálfari fer yfir blóðsykurspælingar og mælingar!

Blóðsykurmælingar/pælingar

Blóðsykur og blóðsykursstjórn er án efa eitt það mikilvægasta sem við getum hugað að þegar kemur að heilsu. Þar sem ég hef farið í gegnum hátt í 3 mánuði í tilraunum með sílesandi blóðsykurmæli á mér þá er ég orðin ansi góður að lesa inná blóðsykur og sjá hvaða matur jafnt sem aðrir þættir hafa á blóðssykur hjá mér.

Mig langar að deila þessari samantek hér með ykkur þar sem blóðsykur og blóðsykursstjórn tel ég eitt það mikilvægasta sem þú átt að huga að til að hámarka þína heilsu.

P.s. Mér þykir mikilvægt að taka fram að ég er ekki næringafræðingur og er hér er ég fyrst og fremst að tala um áhrif matvæla á blóðsykur en ekki næringagildi/hollustugildi matvæla. Ég er hér einnig að tala hér út frá mínu mælingum, en mælingar geta verið aðeins mismunandi milli einstaklinga.

Blóðsykurmælir:

– Í stuttu máli mælir blóðsykursmælir blóðsykur hjá þér yfir allan daginn eftir að setur hann á þig (hann límist á upphandlegginn með lítilli nál sem fer inní höndina). Þú getur séð hvernig mismunandi matvæli, hreyfing/æfingar, stress, vefn og fleiri þættir í okkar daglegu rútínu hafa á blóðsykurinn hjá þér. Flestir mælar duga í 14 daga sem er góður tími til að prófa sig áfram í mataræði og sjá áhrif frá ýmsum þáttum á blóðsykur. Með því að mæla þinn blóðsykur sérðu vel hvaða matvæli valda óreglu og sveiflu á þínum blóðsykri. 

Hvers vegna fórstu að vinna með blóðsykurinn?

– Góð blóðsykursstjórn er eitt það mikilvægasta þegar kemur að heilsu. Með því að hámarka blóðsykursstjórn getur þá bætt þína orku til muna, fyrirbyggt lífstílstengda sjúkdóma og þá einna helst sykursýki 2. Einnig spilar blóðsykur inní nánast alla þætti sem koma að okkar heilsu: svefn, bólgumyndun, þarmaflóru, endurheimt, langlífi, árangur í íþróttum og nánast allt sem við kemur líkamlegri afkastagetu.

Hvað lærðir þú af því að vera með blóðsykursmæli í handleggnum?

– Í raun hvernig ég get bætt allt hér að ofan, betri blóðsykur jafngildir bættri heilsu og alla þætti sem viðkoma heilsuni. Ég sef betur, borða og æfi betur og líður heilt yfir mun betur eftir að ég hóf mælingar og fór að lesa í þær og vinna út frá niðurstöðum.

Hver er helsti ávinningurinn fyrir þig sem langhlaupara?

– Betri blóðsykur fyrirbyggir og getur komið í veg fyrir orkufall/orkuleysi í keppni jafnt sem æfingum. Þetta er aldrei mikilvægara en í erfiðri keppni þegar líkaminn er undir miklu álagi og oft með mismikla orku á tanknum út frá aðstæðum, drykkjarstöðvum og fleira í keppnum. Bættur svefn, mataræði og líkamlega líðan hjálpar mér einnig alltaf að ná lengra og endast lengur í sportinu. 

Hvaða matur er að koma verst út hvað varðar blóðsykur?

– Sykur og allt sem innheldur kolvetni og er innbyrt eitt og sér í miklu magni veldur oftar en ekki einhverri blóðsykurssveiflu og því hærri sykurstuðull í matnum því hærri/verri blóðsykurssveifla. Það er hægt að fyrirbyggja og draga verulega úr blóðsykurssveiflum með réttum aðferðum og það sem virkar best til að draga úr sveiflum er eftirfarandi:

– Byrja daginn á máltíð sem innihaldur fitu og prótein (gefur betri blóðsykur inní daginn + betri langíma orku).

– Byrja á að borða fitu, trefjar og prótein og enda á kolvetnum ef máltíð inniheldur allt af eftirfarandi.

– Drekka eplaedik ca. 15-20 min fyrir máltíð sem inniheldur mikil kolvetni/sykur = eplaedik frásogar kolvetni við máltíð og dregur úr sveiflu líkt og trefjar.

– Lágmarka kolvetnaskammta inní máltíð.

– Taka göngutúr fljótlega eftir máltíð (hreyfing dregur verulega úr sveiflum og hefur góð áhrif á blóðsykur).

Hvað kom mest á óvart þegar kom að blóðsykrinum?

– Það koma mest á óvart að mjög margt af því sem er talið mjög hollt fyrir okkur getur valdið mikilli blóðsykurssveiflu. Hér er ég þá fyrst og fremst um að tala um ákveðin matvæli/orku/heilsuvörur sem titlað er sem heilsuvörur, heilsusamlokur, ávaxta/heilsusafar, boost og fleira í þeim dúr. Einnig eru margir heilsustaðir sem bjóða uppá máltíðir sem innihalda mjög mikið af kolvetnum og lítið sem ekkert af fitu og próteini sem valda oftar en ekki mikilli sveiflu/röskun á blóðssykri. Ráðleggingar um mikla neyslu á ávöxtum sem margir fá jafnvel úr ávaxtasöfum samhliða kolvetnaríku mataræði (líkt og mataræði er hjá flestum í dag) er dæmi um ansi mikið rugl í blóðsykri yfir daginn. Ávextir ættu að vera borðaðir en ekki drukknir. Það er gott fyrir fólk að vita af því að eins góðir og ávextir eru og ættu að sjálfsögðu að vera hluti af fjölbreyttu mataræði þá geta þeir valdið talsverði sveiflu á blóðsykri.

Ertu hættur að borða eitthvað eftir að hafa byrjað að fylgjast með blóðsykrinum?

– Ég hef alltaf verið frekar lágkolvetna og sé vel í dag að það hefur reynst mér ansi góð ákvörðun hvað varðar blóðsykur og blóðsykursstjórn og einnig hef ég notast við lotuföstur allt frá 16/8 (fasta 16 tíma og borða 8 tíma) yfir í 3 daga vatnsföstur sem hjálpar til við fjölmarga heilsutengda þætti á borð við hormón, efnaskipti, nýmindun frumna (autophagy), testasterone, fitubrennslu og margt fleira. En fjölmargir af þeim þáttum stjórnast að hluta til að og jafnvel mestu leyti að insúlíni/blóðsykri.

Þú ert kominn á ketó ekki satt. Hvers vegna?

Ég hef verið á ketónísku mataræði núna í rúma 70 daga og er ég fyrst of fremst að sjá hvaða áhrif það hefur á blóðsykur, orku og almenna heilsu hjá mér. Ég fór í blóðprufu fyrir og yfir tilraunina og fylgist með blóðsykri til að sjá hvaða áhrif það hefur að lágmarka inntöku kolvetna og færa líkamann í meiri fitubrennslu í stað þess að nota kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Við það að lágmarka sykur og kolvetni og slík matvæli náum við oftast blóðsykrinum mjög jöfnum yfir daginn þá það ýtir undir fitubrennslu hjá langflestum einstaklingum (sem eru ekki að díla við einverja sérstaka sjúkdóma/kvilla). Þetta er ástæðan fyrir því að ketónískt mataræði virkar fyrir marga til að ná af sér aukakílóum = Bætt blóðsykursstjórn og seyting insúlíns haldið í lágmarki.

Fyrir hverja eru svona mælar? Er þetta eingöngu fyrir afreksíþróttafólk eða bara venjulegan Eyjamann?

Mælarnir eru fyrir alla sem hafa áhuga á að sjá hvaða áhif matvæli og aðrir þættir hafa á þeirra blóðsykur og vilja læra betur inná hvernig má lágmarka blóðsykurssveiflur og hámarka sína heilsu. Ég myndi í raun segja að mælarnir væru mikilvægari fyrir venjulegan Eyjamann heldur en afreksíþróttafólk þar sem mikil hreyfing vinnur gegn insúlín/blóðsykursójafnvægi og dregur mikið úr sveiflum og því kemst íþróttafólk frekar upp með að borða meira af kolvetaríkum matvælum án þess að þau hafi jafn slæm áhrif á heilsu líkt og hjá Eyjamanninum sem hreyfir sig jafnvel lítið eða ekkert og vinnur við skrifborð yfir daginn milli þess sem hann situr í bílnum eða sófanum.

Lokaorð:

Að lokum þá tek ég fram að blóðsykurssveiflur eru fullkomlega eðlilegar og líkaminn ræður vel við einstaka blóðsykurssveiflur. En ef þú ert (líkt og margir eru í dag) að borða kolvetnaríka máltíðir jafnvel 4-6x yfir daginn þá ertu í blóðsykurssveiflum yfir allan daginn og slíkt ástand hefur mjög slæm áhrif á líkama og orkulevel hjá okkur yfir daginn og sérstaklega til lengri tíma.

Íþróttafólk og fólk sem hreyfir sig lítið sem ekkert ætti seint að borða sömu hlutföll af næringarefnum í sínu mataræði og þess má einnig til gamans geta að mikil hreyfing krefst heldur alls ekki að þú fáir alltaf meirihluta orkunar frá kolvetnum. Við þurfum að fara að huga betur að því hvaða áhrif mismunandi matvæla hafa á líkamann og borða í takt við næringarþörf og líkamlega afkastagetu en ekki tísku eða rangt norm líkt og við lifum við í dag.

Sigurjón Out!

p.s. hér er linkur á vefinn þar sem þú getur keypt þér blóðsykurmæli sem Sigurjón notar. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search