Þriðjudagur 16. apríl 2024

Sigurhanna Friðþórsdóttir nýr verkefnastjóri Safnahús

Staða verkefnastjóra í Safnahúsi var auglýst laus til umsóknar á dögunum og var umsóknarfrestur til 20. maí sl.

Samkvæmt auglýsingunni kemur verkefnastjóri að stefnumótun, framtíðarsýn, uppbyggingu og eflingu safnastarfs í Vestmannaeyjum, ásamt því að vinna með margvíslegum hætti úr þeim menningararfi sem varðveittur er í söfnum Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt tekur hann þátt í að skipuleggja og bjóða upp á fjölbreyttar menningartengdar dagskrár og hvers kyns aðra viðburði í Safnahúsinu sem miðla þeirri ríkulegu menningu sem söfnin varðveita.

Alls sóttu tveir einstaklingar um starfið; ein kona og einn karl

Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni, en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi verkefnastjóra, svo sem sérstök reynsla eða þekking. Stuðst var við fyrirfram útbúið skema við mat á umsóknum til þess að veita einkunnir fyrir ólíka hæfnisþætti, m.a. menntun, starfsreynslu, sérstaka þekkingu sem nýst gæti í starfi, niðurstöður úr starfsviðtölum, umsögnum og annað sem gæti nýst við starfið og fyrir vinnustaðinn.

Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir þeirra sem leitað var til ákvað Vestmannaeyjabær að ráða Sigurhönnu Friðþórsdóttur í starf verkefnastjóra í Safnahúsi.

Sigurhanna er 49 ára að aldri og er fædd og búsett í Vestmannaeyjum. Eiginmaður Sigurhönnu er Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri og eiga þau fjögur börn. Sigurhanna útskrifaðist með B.ED. gráðu í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1996 og tók viðbótarnám í náttúrufræði frá Háskóla Íslands 2014. Þá lauk Sigurhanna meistaragráðu (MCM) í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2020.

Hún hefur starfað sem grunnskólakennari við Grunnskóla Vestmannaeyja frá árinu 1995. Hún hefur jafnframt tekið að sér ýmis trúnaðarstörf og verið í forsvari fyrir fjölda alþjóðlegra samstarfsverkefna, sem nýst geta henni í starfi verkefnastjóra.

Það er mat Vestmannaeyjabæjar að þekking og reynsla Sigurhönnu falli einkar vel að þeim verkefnum og hæfnisþáttum sem tilgreindir voru í starfsauglýsingunni. Sigurhanna mun hefja störf 1. júlí nk.

Vestmannaeyjabær bíður hana velkomna til starfa.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search