Þriðjudagur 27. september 2022

Sigurgeir Jónsson ásamt Bókaútgáfunni Hólum gáfu Víkinni, 1. og 2. bekk bók

Sigurgeir Jónsson rithöfundur ásamt Bókaútgáfunni Hólum gáfu krökkum í fyrsta, öðrum bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt Víkinni bókina: Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling.

Bjartey Gylfadóttir myndlistarkennari, myndskreytti bókina og bókaútgáfan Hólar gaf bókina út og var það Guðjón hjá Hólum sem stakk upp á því að gefa yngstu nemendur GRV og Víkinni eintak af bókinni.

„Ég heyrði þetta ævintýri lesið í útvarpi fyrir einum 50 árum, fannst það skemmtilegt. Hafði reyndar ekki í huga útgáfu en í vor höfðu afadætur mínar á orði að nú yrði að koma út bók í haust „annars yrðu engin jól“ eins og þær sögðu. Reyndar kunnu þær þessa sögu utanbókar eftir að hafa margoft heyrt hana fyrir svefninn á kvöldin.” segir Sigurgeir í samtali við Tígul.

Aðalstyrktaraðili útgáfunnar er Ísfélag Vestmannaeyja í tilefni 120 ára afmælis félagsins í fyrra. Eins lögðu fjölmörg fyrirtæki í Eyjum þessu verkefni einnig lið fjárhagslega og eiga allir þeir aðilar miklar þakkir skilið. „Reyndar var ekki erfitt að fá liðsinni þeirra þegar kom í ljós að styðja átti við lestrarátakið með þessu. Þá voru allir boðnir og búnir.”  En Guðjón hjá Bókaútgáfunni Hólum var einmitt með lestrarátakið Kveikjum neistann í huga þegar hann fékk þá hugmynd að gefa ungunum bókina.

Bókin sem heitir „Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling“ fer nú í almenna sölu og ætti að vera komin í bókaverslanir í þessari eða næstu viku.

Sigurgeir fór yfir það hvernig sagan varð til og af hverju hann fór í að gefa hana út
Öll hlustuð þau á með mikilli athygli.
Það munu sennilega mörg börn fá skemmtilegan lestur í kvöld, fyrir svefninn.
Sigurgeir með afastelpunum sínum Lovísu, Sögu, Birtu og Bjartey Gylfadóttir sem myndskreytti bókina.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is