Vélarbilun varð í Heimaey VE.
„Það varð vélarbilun í Heimaey og Sigurður er með hana í togi áleiðis til Vestmannaeyja.” segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
Aðspurður um aflan sem er í skipunum segir hann að Heimaey sé með 200 tonn og Sigurður 700 tonn af norsk-íslenskri síld. Áætlað er að skipin verði hér í Eyjum annað kvöld.
Eyþór segir að með þessum afla sé veiðum á norsk-íslenskri síld lokið hjá Ísfélaginu í ár.
Frétt er tekin frá eyjar.net