Miðvikudagur 24. apríl 2024

Sigurbergur Sveinsson hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna

06.05.2020

Sigurbergur, eða Beggi eins og við köllum hann, á að baki glæstan feril hér heima jafnt sem erlendis. Hann lék jafnframt 56 landleiki á sínum ferli og skoraði í þeim 65 mörk.

Beggi hóf sinn feril ungur að árum hjá Haukum í Hafnarfirði, þar sem hann lék við góðan orðstír áður en hann hélt í atvinnumennsku erlendis. Fyrstu árin lék hann með Rheinland og Hannover Burgdorf í Þýskalandi en snéri svo aftur í Hauka. Í kjölfarið af dvölinni í heimabænum hélt hann aftur út og lék með Basel í Sviss, HC Erlangen í Þýskalandi og svo Team Tvis Holstebro í Danmörku.

Á þessum tímapunkti ferilsins var komið að tímamótum og skrifaði Sigurbergur undir samning hjá ÍBV haustið 2016 og lék með okkar liði þar til núna í vor.

Á ferli sínum hjá ÍBV vann Beggi 5 titla með klúbbnum, þrennuna 2018, meistara meistaranna 2019 og svo bikarmeistaratitil núna í mars 2020.

Sigurbergur hefur leikið 83 deildarleiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 416 mörk og 10 Evrópuleiki og skoraði 59 mörk í þeim. Hann fangaði fljótt hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins og var vinsæll með þeirra. Hann hefur komið sér vel fyrir í Eyjum ásamt konu sinni Birgittu Ósk Valdimarsdóttur, syni þeirra Sveini og svo eiga þau von á sínu öðru barni í næsta mánuði.

Við munum sakna þess að sjá Begga á parketinu en við viljum þakka honum fyrir öll frábæru árin hjá ÍBV. Við óskum honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni en hann verður alltaf partur af klúbbnum og mun án efa starfa áfram með okkur á einn eða annan hátt.

Hérna er myndband sem var sett saman með nokkrum tilþrifum Begga fyrir ÍBV: https://youtu.be/CtRBuHOmPQo

Takk Beggi!

Greint er frá þessu á facebooksiðu handboltans

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search