Sigur í fyrsta heimaleik ÍBV á Hásteinsvelli – myndaveisla

Það var kaldur vindurinn á Hásteinsvelli í dag en sólinn skein.

ÍBV mætti Garðbæingum KFG í bikarleik í 64 liða úrslitum. Okkar menn fóru nokkuð létt með þetta í dag og endaði leikurinn 5 -1 og gaman að segja frá því að Nökkvi Snær skoraði sitt fyrsta mark með ÍBV. Og Heiðmar Þór Magnússon, nýorðinn 16 ára frá í gær, spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki í leiknum í dag.

ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og annað markið kom svo á fjórtándu mínútu leiksins. Í hálfleik var staðan 2 – 0. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með að skora mörk nr þrjú og fjögur. Þannig það er vel hægt að segja að áhorfendur hafi fengið frábæran leik. Það verður gaman að fylgjast með ÍBV í sumar.

ÍBV 5 – 1 KFG

 • 1-0 Vicente Rafael Valor Martínez (´13, Mark úr víti )
 • 2-0 Sverrir Páll Hjaltested (´14 )
 • 3-0 Oliver Heiðarsson (´47)
 • 4-0 Nökkvi Már Nökkvason (´50)
 • 5-0 Markaskorara vantar (´60, Sjálfsmark )
 • 5-1 Guðjón Ernir Hrafnkelsson (´85, Sjálfsmark)
Screenshot
Screenshot
Screenshot

Screenshot

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search