Í kosningunum á laugardaginn uppskar Framsókn í Suðurkjördæmi ótrúlegan árangur með tæplega 25% stuðning kjósenda!
Okkur er orða vant yfir þessum niðurstöðum. Umfram allt erum við þakklát fyrir stuðninginn, gleðina, samvinnuna og dugnað allra þeirra sem tóku þátt í baráttunni með okkur undanfarnar vikur.
Aðkoma sterkrar grasrótar í þessum rúmlega hundrað ára gamla flokki er ómetanleg og viljum við þakka fyrir alla þessa óeigingjörnu vinnu sem hún lagði í verkefnið.
Það hafa verið forréttindi að ferðast um kjördæmið og kynnast ykkar sjónarmiðum, áskorunum og þeim tækifærum sem Suðurland hefur upp á að bjóða.
Við endurspeglum ykkar rödd á Alþingi og munum vinna í umboði ykkar kjósenda með skýr og sterk gildi Framsóknar að leiðarljósi næstu fjögur árin, vinna, vöxtur, velferð.
Við þökkum fyrir traustið og erum spennt fyrir komandi kjörtímabili. Líkt og hingað til munum við eiga gott samtal og láta verkin tala.
Takk fyrir stuðninginn!
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir