24.04.2020
Tígull hafði samband við Sigrún Örnu en hún er að opna verslun og mun einnig bjóða upp á innanhúsráðgjöf. Hún ákvað að láta langþráðann draum sinn rætast, að stofna sitt eigið fyrirtæki. Verslunarrýmið á Strandveginum hefur alltaf heillað hana og eftir að hafa séð þetta standa autt í langan tíma lét hún vaða og tók það á leigu. “ Þetta var svona fluga sem ég fékk fyrir hádegi og var komin með lykla daginn eftir, segir Sigrún”
Sigrún Arna er að taka verslunarrýmið í gegn en segist nú sjá fyrir endann á þessu og stefnir hún á að opna í byrjun maí. Hægt er að fylgjast með framkvæmdunum á Instagram reiknig Sigurúnar. @heimadecor
Sigrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og skellti sér í nám til Svíðþjóðar 2018 og er að útskrifast núna í sumar sem innanhúshönnuður. Í búðinni ætlar hún að bjóða upp á fallegar gjafavörur og verður hún í samstarfi með frábærum fyrirtækjum, má þar nefna Sérefni og Granítsteina. Hægt er að koma í kaffibolla og skoðað fallegu litina og tala nú ekki um veggfóðrin sem Sérefni hefur upp á að bjóða, það verður td eitt geggjað veggfóður á einum vegg í búðinni, segir Sigrún Arna.
Sigrún verður með vörur til sölu frá Granítsteinum og segir þau vinni saman með skemmtilegt consept Hún mun þjónusta frá þeim t.d. borðplötur og fleira og með fullt af sýnishornum. Sigrún er einnig í samstarfi með með Lúmex. Svo ef þú ert í ljósapælingum þá bara endilega að kíkja og við leysum það. Lýsing gott fólk skiptir miklu máli, segir Sigrún Arna.
En ég ætla nú ekki að segja frá öllu saman! Hlakka til að taka á móti ykkur. Get ekki alveg lofa hvaða dag ég opna en þetta styttist!
Hér fyrir neðan má svo sjá verslunarrýmið. Liturinn á rýminu vann Sigrún með Sérefni og heitur hann Heimagrár. Hér má sjá eldhús í nýbyggingu á Suðurlandi sem Sigrún Arna hannaði. Sigrún Arna