Sigríður Lára búin að rifta samningi við ÍBV

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur rift samningi sínum við ÍBV en þetta staðfesti Kristinn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökum Íslands í samtali við Fótbolta.net.

Sigríður Lára er 25 ára miðjumaður en hún er uppalin hjá ÍBV og skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

„Hún var með uppsagnarákvæði í samningnum sem hún nýtti sér og ætlar að skoða sína möguleika,“ segir Kristinn.

Sigríður Lára á 18 A-landsleiki en var ekki í hópnum sem lék gegn Lettum í vikunni.

ÍBV endaði í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en Andri Ólafsson tók nýlega við þjálfun liðsins af Jóni Óla Daníelssyni.

fotbolti.net greindi frá

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is