Fimmtudagur 30. nóvember 2023

Sigríður Lára búin að rifta samningi við ÍBV

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur rift samningi sínum við ÍBV en þetta staðfesti Kristinn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökum Íslands í samtali við Fótbolta.net.

Sigríður Lára er 25 ára miðjumaður en hún er uppalin hjá ÍBV og skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

„Hún var með uppsagnarákvæði í samningnum sem hún nýtti sér og ætlar að skoða sína möguleika,“ segir Kristinn.

Sigríður Lára á 18 A-landsleiki en var ekki í hópnum sem lék gegn Lettum í vikunni.

ÍBV endaði í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en Andri Ólafsson tók nýlega við þjálfun liðsins af Jóni Óla Daníelssyni.

fotbolti.net greindi frá

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is