Herjólfur kata

Siglt til Landeyjahafnar síðar í dag – óvissa næstu daga

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að leiðindi eru í veðurkortunum næstu daga. Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar í morgun en ætlar sér að minnsta kosti tvær ferðir til Landeyjahafnar á í síðar í dag. „Herjólfur siglir til Landeyjahafnar amk tvær ferðir eftir hádegi í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45 og 18:15,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi sem barst rétt í þessu. „Aldan á að hækka þegar líða tekur á kvöldið, því hvetjum við farþega til þess að ferðast fyrr en seinna ef þeir hafa tök á.
Tilkynning hvað varðar síðustu tvær ferðir kvöldsins verður gefin út fyrir kl. 18:00 í kvöld.“

Miðað við ölduspá verður að teljast ólíklegt að siglt verði til Landeyjahafnar á morgun laugardag og sunnudagurinn lítur heldur ekkert alltof vel út með siglingar þangað. Aldan fer þá lækkandi, hægt og bítandi þegar líður á sunnudaginn og fram á mánudag en á svo að rísa aftur þegar líður á næstu viku. Er því um að gera fyrir fólk sem hyggst á ferðalag að fylgjast vel með.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is