Siggi Braga ekki sáttur við þró­un­ina kvenna­meg­in í boltaíþrótt­un­um

Sig­urður Braga­son, þjálf­ari ÍBV í Olís­deild kvenna, er ekki sátt­ur við þró­un­ina kvenna­meg­in í boltaíþrótt­un­um, hann er orðinn pirraður á því að tvö lið séu lang­best í hverri íþrótt fyr­ir sig og nefndi hann yf­ir­burði Fram og Vals í hand­bolt­an­um, Vals og KR í körfu­bolt­an­um og síðan Breiðabliks og Vals í fót­bolt­an­um.

Allt þetta og meira var meðal umræðuefna eft­ir stórt tap ÍBV í Vest­manna­eyj­um í dag gegn Valskon­um sem komu sér í betri stöðu á toppi Olís­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik.

„Val­ur er bara með betra lið en við, á öll­um sviðum, ég er samt mjög fúll yfir því að tapa svona. Ég verð að segja það al­veg eins og er að ég hélt að við vær­um betri, við vor­um með fín­an leik á móti KA/Þ​ór síðast, ég hélt að við mynd­um sýna smá gæði. Það er öm­ur­legt að vera á heima­velli og tapa með nítj­án mörk­um. Getumun­ur­inn á liðunum er him­inn og haf, þær eru með miklu betra lið en við erum með í dag, því miður, og ofan á það erum við með væng­brotið lið sem við meg­um ekki við.“

Eft­ir 36 mín­útna leik voru ein­ung­is tvær bún­ar að skora fyr­ir ÍBV, þær Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir og Sunna Jóns­dótt­ir.

„Þetta seg­ir allt sem segja þarf, við erum með unga leik­menn, í hægra horn­inu erum við með leik­mann sem er að byrja sitt fyrsta tíma­bil, á lín­unni er leikmaður að byrja sitt fyrsta tíma­bil. Þær verða að fá sinn tíma, ég vildi fá meira frá Ester, sem er okk­ar besti leikmaður, en þær lögðu mikla áherslu á að stöðva hana. Breidd­in er ekki meiri en þetta eins og staðan er,“ sagði Sig­urður en þar á hann við Lindu Björk Brynj­ars­dótt­ur og Bríeti Ómars­dótt­ur, sem eru báðar 17 ára.

Þetta eru ekki leik­menn sem við erum að sækja

ÍBV er með tvo er­lenda mark­menn og tvo er­lenda leik­menn sem spila fyr­ir utan, Sig­urður seg­ir umræðuna um komu þess­ara út­lend­inga til ÍBV oft vera á villi­göt­um.

„Það var rosa­lega mikið talað um að við vær­um að fá fjóra er­lenda leik­menn í liðið hjá okk­ur fyr­ir mótið, nefndu mér einn leik­mann á Íslandi sem hef­ur verið besti leikmaður á Íslandi í kvenna­bolt­an­um. Það er kannski Flor­ent­ina en ekk­ert eft­ir það. Pólsku stelp­urn­ar okk­ar voru at­vinnu­laus­ar og hringdu hingað, þær eru ekki að fá borgað hjá okk­ur, þær eru bara í vinnu hérna í Eyj­um. Þetta eru ekki leik­menn sem við erum að sækja, þá þarf maður að fara í rosa­lega pen­inga, ég er ekki ánægður með þær samt. Ég var ánægður með hvernig pólski markvörður­inn byrjaði mótið, en síðan þá hef­ur sú pólska verið ágæt varn­ar­lega, það er þó lít­il hjálp í þeim því miður, við get­um ekki beðið um mikið meira frá þeim. Þær eru bara að reyna sitt besta eins og við, þetta eru ekki leik­menn sem eru að fá ein­hverja 100.000 kalla hjá okk­ur,“ sagði Sig­urður en mik­ill niður­skurður hef­ur farið fram í kvenna­deild­inni.

„Eins og við enduðum mótið erfiðlega þá eru tekn­ir út leik­menn, besti leikmaður­inn í fyrra, Arna Sif, Karólína fer, Greta var búin að vera hér í fjög­ur ár og var mik­il­væg­ur leikmaður, við misst­um landsliðsmarkvörðinn og ung­linga­landsliðsmarkvörðinn. Sandra Dís er síðan búin að spila tvær mín­út­ur á þessu móti, hún putta­brotnaði eft­ir tvær mín­út­ur í fyrsta leik. Liðið er síðan Sunna, Ester og Kristrún, þær eru eldri, Ester ákvað það bara um Þjóðhátíðina að vera með. Við erum með gjör­sam­lega nýtt lið og vit­um það, 4. flokk­ur­inn okk­ar er mjög góður, við erum með flott­ar stelp­ur í 3. flokki, U-liðið okk­ar er gott, þetta mun taka 2-3 ár. Þetta er alltaf spurn­ing eins og í öðrum kvenn­aíþrótt­um, svo verða þær góðar og fara í Val,“ sagði Sig­urður en hann hélt síðan áfram varðandi kvenn­aíþrótt­irn­ar í heild sinni.

„Það eru þrír Vest­manna­ey­ing­ar þarna, all­ar mjög góðar og myndu nýt­ast okk­ur. Þetta er hund­leiðin­legt og kvenna­sportið er að verða svo leiðin­legt, þetta er í fót­bolt­an­um og körf­unni. Það eru alltaf öll lið í upp­bygg­ingu, við erum í upp­bygg­ingu núna, um leið og ein­hverj­ar geta þá eru þær farn­ar. Það er ekki hægt að ætl­ast til þess að þetta sé rosa­lega skemmti­legt, það eru tveir úr­slita­leik­ir í fót­bolt­an­um, Breiðablik og Val­ur. Í körf­unni ertu með Val og KR sem eru einu leik­irn­ir sem skipta máli, í hand­bolt­an­um eru þetta Fram og Val­ur, hvað er gam­an að þessu? Svo er bara talað um upp­bygg­ingu enda­laust, þetta eru stelp­urn­ar, þær eru að búa til leiðin­legt mót, það er ekk­ert varið í þetta. Skemmti­leg­ast í mót­inu núna er 3. – 8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru all­ar í landsliðinu í hinum tveim­ur liðunum. Þetta verður að taka smá tíma hjá okk­ur núna, eða fara í það að finna pen­ing og kaupa út­lend­inga, það er hin hliðin á þessu.“

ÍBV hef­ur verið að leika jafna leiki við liðin í kring­um sig en tapaði niður for­ystu gegn KA/Þ​ór í síðustu um­ferð og missti sig­ur niður í jafn­tefli gegn HK.

„Yfir því er ég mjög fúll, ef við vær­um með sex stig væri ég mjög sátt­ur, af því að við vor­um betri en HK og betri en KA/Þ​ór. KA fór í það að taka tvær úr um­ferð, þá kom­um við inn á þessa reynslu sem við vor­um að tala um áðan, þess­ar ungu. Þær féllu á próf­inu þá, en það fer í reynslu­bank­ann hjá þeim. Við átt­um að vinna það, við erum ekki með jafn­gott lið og Val­ur eða Fram, þó við höf­um ekki átt að tapa með 20 mörk­um en þetta er keppni í stig­um og við erum með of fá stig. Ef við vær­um með sex hefði ég verið ánægður en ég er það alls ekki og við verðum að passa okk­ur. Það er úr­slita­leik­ur gegn Aft­ur­eld­ingu á laug­ar­dag­inn, nú verð ég að passa upp á sál­fræðina hjá stelp­un­um.“

Fréttin er tekin frá mbl.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search